fbpx
Sunnudagur 17.nóvember 2024
Pressan

Hversu oft þurfa karlar að hafa sáðlát til að draga úr líkunum á blöðruhálskrabbameini?

Pressan
Sunnudaginn 17. nóvember 2024 18:30

Það dregur úr líkunum á blöðruhálskrabbameini að hafa sáðlát. Mynd úr safni

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fullnægingar eru auðvitað frábærar en fyrir karla getur reglulegt sáðlát dregið úr hættunni á að þeir fái blöðruhálskrabbamein.

Ef karlar hafa sáðlát einu sinni á dag, þá geta þeir dregið mjög mikið úr líkunum á að fá blöðruhálskrabbamein. Niðurstaða rannsóknar einnar bendir til þess að það að hafa sáðlát 21 sinnum í mánuði dragi úr líkunum á blöðruhálskrabbameini um 20%.

Það að hafa sáðlát 21 sinni í mánuði hefur því jákvæð áhrif þegar kemur að því að draga úr líkunum á að fá blöðruhálskrabbamein.

Í rannsókninni, sem hefur verið birt í vísindaritinu European Urology, kemur fram að fylgst hafi verið með 32.000 körlum í 18 ár. Niðurstaðan var að þeim mun oftar sem þeir höfðu sáðlát, þeim mun minni líkur á að þeir fengju krabbamein.

Metro segir að vísindamenn viti ekki af hverju sáðlát dregur úr líkunum á blöðruhálskrabbameini en Anne Calvaresi, formaður blöðruhálskrabbameinsnefndar Urology Care Foundation, sagði að hugsanlega skoli sáðlát skaðlegum efnum, sem safnast fyrir í sæði, út.

Hún sagði einnig að hugsanlega séu lífshættir karla, sem hafa oft sáðlát, hollari en hinna og það dragi því úr líkunum á að þeir greinist með krabbamein.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Á vinsælum ferðamannastað geta ferðamenn keypt sér ferskt loft í dós til að taka með heim

Á vinsælum ferðamannastað geta ferðamenn keypt sér ferskt loft í dós til að taka með heim
Pressan
Fyrir 2 dögum

Svona er hægt að nota kóladrykki til annars en drykkju

Svona er hægt að nota kóladrykki til annars en drykkju
Pressan
Fyrir 4 dögum

Leiðtogi japanska íhaldsflokksins setti allt á hliðina með hugmyndum sínum um aukna frjósemi japanskra kvenna

Leiðtogi japanska íhaldsflokksins setti allt á hliðina með hugmyndum sínum um aukna frjósemi japanskra kvenna
Pressan
Fyrir 4 dögum

Áður heilsuhraustur unglingur þungt haldinn vegna fuglaflensu

Áður heilsuhraustur unglingur þungt haldinn vegna fuglaflensu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Rauð viðvörun á Spáni: Íbúar plasta bílana sína og festa þá við ljósastaura

Rauð viðvörun á Spáni: Íbúar plasta bílana sína og festa þá við ljósastaura
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hann var stjarnan í kvikmynd sem mokaði 90 milljónum dollara í kassann – Fékk 300 dollara fyrir 10 daga vinnu

Hann var stjarnan í kvikmynd sem mokaði 90 milljónum dollara í kassann – Fékk 300 dollara fyrir 10 daga vinnu