Ef karlar hafa sáðlát einu sinni á dag, þá geta þeir dregið mjög mikið úr líkunum á að fá blöðruhálskrabbamein. Niðurstaða rannsóknar einnar bendir til þess að það að hafa sáðlát 21 sinnum í mánuði dragi úr líkunum á blöðruhálskrabbameini um 20%.
Það að hafa sáðlát 21 sinni í mánuði hefur því jákvæð áhrif þegar kemur að því að draga úr líkunum á að fá blöðruhálskrabbamein.
Í rannsókninni, sem hefur verið birt í vísindaritinu European Urology, kemur fram að fylgst hafi verið með 32.000 körlum í 18 ár. Niðurstaðan var að þeim mun oftar sem þeir höfðu sáðlát, þeim mun minni líkur á að þeir fengju krabbamein.
Metro segir að vísindamenn viti ekki af hverju sáðlát dregur úr líkunum á blöðruhálskrabbameini en Anne Calvaresi, formaður blöðruhálskrabbameinsnefndar Urology Care Foundation, sagði að hugsanlega skoli sáðlát skaðlegum efnum, sem safnast fyrir í sæði, út.
Hún sagði einnig að hugsanlega séu lífshættir karla, sem hafa oft sáðlát, hollari en hinna og það dragi því úr líkunum á að þeir greinist með krabbamein.