fbpx
Sunnudagur 17.nóvember 2024
Pressan

Hún var alltaf þreytt – Síðan fjarlægði hún eitt úr mataræði sínu og staðan gjörbreyttist

Pressan
Sunnudaginn 17. nóvember 2024 21:00

Mynd: Unsplash

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hin unga, metnaðargjarna Lauren Harber var á framabraut í atvinnulífinu en þá fór svo mikil þreyta að hrjá hana að meira að segja góður nætursvefn dugði ekki til að veita henni þá orku sem hún hafði þörf fyrir.

Express skýrir frá þessu og segir að hún hafi oft vaknað rennandi blaut af svita og hafi átt erfitt með verkefni sem höfðu áður reynst henni auðveld.

Árum saman tókst hún á við óútskýranleg einkenni, þar á meðal útbrot, heilaþoku og mikla örmögnun.

„Ég komst ekki til vinnu án þess að stoppa. Ég var svo þreytt, meira að segja eftir góðan nætursvefn. Á þessum tímapunkti gat ég ekki lyft höfðinu frá koddanum og ég geispaði á fundi klukkan 11. Mér fannst ég svo ófagmannleg á þessum mikilvæga tíma á framabraut minni. Ég vissi hvað olli þessu,“ sagði hún þegar hún lýsti þessum hörmulega tíma.

Hún var aðeins 23 ára og hafði miklar áhyggjur af hvaða áhrif þetta myndi hafa á framtíð hennar. Enginn fann skýringu á af hverju líkami hennar virtist hafa snúist gegn henni.

Eftir að hafa gert margar tilraunir með breytingar á mataræði og aðstoð lækna, þá var það vinnufélagi sem kom hreyfingu á málin og í kjölfarið jukust lífsgæði hennar til mikilla muna. Ráð vinnufélagans var einfalt: Reyndu að fjarlægja glúten úr mataræðinu.

„Frá þeirri stundu leið mér frábærlega,“ sagði hún og lýsti því hvernig húðvandamálin og örmögnunin hafi skyndilega hætt.

Hún játar að þetta hafi ekki verið einfalt mál því hún var vön að borða pasta og brauð og það hafi verið viss áskorun að hætta því.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Í afskekktum þorpum í Nepal eiga merkilegir hlutir sér stað

Í afskekktum þorpum í Nepal eiga merkilegir hlutir sér stað
Pressan
Í gær

Rannsaka bein risakrókódíls til að sjá nákvæmlega hversu gamall hann var

Rannsaka bein risakrókódíls til að sjá nákvæmlega hversu gamall hann var
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ótrúlegt spillingarmál skekur spænsku lögregluna – Fundu milljarða á heimili yfirmannsins

Ótrúlegt spillingarmál skekur spænsku lögregluna – Fundu milljarða á heimili yfirmannsins
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Grunsamlegt aksturslag“ varð honum að falli

„Grunsamlegt aksturslag“ varð honum að falli
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta segja vísindin um tilhneigingu okkar til að taka þátt í spillingu

Þetta segja vísindin um tilhneigingu okkar til að taka þátt í spillingu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Dularfullt hvarf leikkonu úr Gossip Girl – Ekkert spurst til hennar í tvær vikur

Dularfullt hvarf leikkonu úr Gossip Girl – Ekkert spurst til hennar í tvær vikur