Express skýrir frá þessu og segir að hún hafi oft vaknað rennandi blaut af svita og hafi átt erfitt með verkefni sem höfðu áður reynst henni auðveld.
Árum saman tókst hún á við óútskýranleg einkenni, þar á meðal útbrot, heilaþoku og mikla örmögnun.
„Ég komst ekki til vinnu án þess að stoppa. Ég var svo þreytt, meira að segja eftir góðan nætursvefn. Á þessum tímapunkti gat ég ekki lyft höfðinu frá koddanum og ég geispaði á fundi klukkan 11. Mér fannst ég svo ófagmannleg á þessum mikilvæga tíma á framabraut minni. Ég vissi hvað olli þessu,“ sagði hún þegar hún lýsti þessum hörmulega tíma.
Hún var aðeins 23 ára og hafði miklar áhyggjur af hvaða áhrif þetta myndi hafa á framtíð hennar. Enginn fann skýringu á af hverju líkami hennar virtist hafa snúist gegn henni.
Eftir að hafa gert margar tilraunir með breytingar á mataræði og aðstoð lækna, þá var það vinnufélagi sem kom hreyfingu á málin og í kjölfarið jukust lífsgæði hennar til mikilla muna. Ráð vinnufélagans var einfalt: Reyndu að fjarlægja glúten úr mataræðinu.
„Frá þeirri stundu leið mér frábærlega,“ sagði hún og lýsti því hvernig húðvandamálin og örmögnunin hafi skyndilega hætt.
Hún játar að þetta hafi ekki verið einfalt mál því hún var vön að borða pasta og brauð og það hafi verið viss áskorun að hætta því.