fbpx
Sunnudagur 17.nóvember 2024
Pressan

„Fáránlega sléttur“ – Vísindamenn geta ekki útskýrt þetta

Pressan
Sunnudaginn 17. nóvember 2024 14:30

Mynd af Vega og rykdisknum. Mynd:NASA, ESA, CSA, STScI, S. Wolff (University of Arizona), K. Su (University of Arizona), A. Gáspár (University of Arizona)

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í 25 ljósára fjarlægð frá jörðinni er stjarnan Vega. Hún er um tvisvar sinnum stærri en sólin okkar. Hún snýst hratt, er frekar nálægt jörðinni og segulpóll hennar vísar að jörðinni. Allt þetta gerir að verkum að Vega er mjög björt á næturhimninum. Hún er fimmta skærasta stjarnan sem sést með berum augum héðan frá jörðinni.

Í kringum Vega eru ótrúlega sléttur 160 milljarða breiður diskur af geimryki. Tilvist hans staðfestir að engar plánetur eru á braut um Vega. Allt þetta sést á myndum sem voru teknar með James Webb geimsjónaukanum.

Live Science segir að myndir frá geimsjónaukanum sýni að Vega sé umlukinn þessum gríðarlega breiða diski úr geimryki og sé hann ólíkur öllu öðru sem sést hefur fram að þessu. Tilvist disksins bendir til að engar plánetur hafi myndast nærri Vega og hafa vísindamenn enga hugmynd um af hverju það fór svo.

Auk þess að vera áberandi á næturhimninum, þá var Vega stjarna háþróaðs samfélags vitsmunavera í kvikmyndinni Contact frá 1997 en hún var byggð á samnefndri bók eftir Carl Sagan.

Stjörnufræðingar hafa unnið að rannsóknum á rykdisknum stóra síðustu 20 árin. Engin göt eru á disknum og þykir það benda til að engar plánetur hafi myndast nærri Vega.

Í nýrri rannsókn, sem verður birt í vísindaritinu The Astrophysical Journal, kemur fram að nýju myndirnar séu þær skýrsustu sem teknar hafa verið af disknum og sýni að hann „sé næstum eins og pönnukaka“. Andras Gáspár, stjörnufræðingur við University of Arizona, sagði í tilkynningu að diskurinn sé sléttur, „fáránlega sléttur“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Áttræð amma handtekin við lendingu fyrir að neita að greiða fyrir túnfisksamloku í sólarlandaflugi

Áttræð amma handtekin við lendingu fyrir að neita að greiða fyrir túnfisksamloku í sólarlandaflugi
Pressan
Í gær

Uppákoma í þingsal Nýja Sjálands vekur mikla athygli – Þingmenn dönsuðu stríðsdans í mótmælaskyni

Uppákoma í þingsal Nýja Sjálands vekur mikla athygli – Þingmenn dönsuðu stríðsdans í mótmælaskyni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ótrúlegt spillingarmál skekur spænsku lögregluna – Fundu milljarða á heimili yfirmannsins

Ótrúlegt spillingarmál skekur spænsku lögregluna – Fundu milljarða á heimili yfirmannsins
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Grunsamlegt aksturslag“ varð honum að falli

„Grunsamlegt aksturslag“ varð honum að falli
Pressan
Fyrir 4 dögum

Með nýrri tækni hefur tekist að upplýsa fjölda gamalla morðmála

Með nýrri tækni hefur tekist að upplýsa fjölda gamalla morðmála
Pressan
Fyrir 4 dögum

Nettröllið sem hefur átt í rúmlega áratugalöngu stríði við Trump – „Ég mun ásækja þennan mann þar til ég dey“

Nettröllið sem hefur átt í rúmlega áratugalöngu stríði við Trump – „Ég mun ásækja þennan mann þar til ég dey“