Áfengisneysla getur hækkað blóðþrýstinginn, sérstaklega ef mikið áfengi er drukkið í einu, til dæmis heil rauðvínsflaska á einu kvöldi. Mikil áfengisneysla á skömmum tíma hækkar blóðþrýstinginn mun meira en ef neyslan dreifist yfir lengri tíma.
Mikil áfengisneysla getur haft áhrif á magn triglycerid (fita í blóðinu). Triglycerid er eitt af þeim gildum sem er mælt í tengslum við blóðfituna. Of mikið magn triglycerid hefur verið tengt við aukna hættu á blóðtappa.
Hvað varðar hjartabilun þá eru skýr tengsl á milli ofneyslu áfengis og hættunnar á hjartabilun, hjartavöðvakvilla. Fólk, sem glímir við hjartakvilla, á almennt að forðast að drekka áfengi eða drekka mjög lítið.