fbpx
Sunnudagur 05.janúar 2025
Pressan

Þessi mynd var upphafið á endinum

Pressan
Laugardaginn 16. nóvember 2024 22:00

Mynd tekin í sakbendingunni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Átta menn standa þétt saman í beinni röð og horfa beint fram. Sjö af þeim voru saklausir en einn þeirra var þekktur raðmorðingi. Þetta er það sem blasir við á myndinni hér að ofan en segja má að þessi mynd hafi markað upphafið að endinum.

Carol DaRonch var mætt til að virða áttmenningana fyrir sér fyrir rúmlega 40 árum og benda á lögreglumann að nafni „Roseland“ sem hafði reynt að ræna henni og þar með bæta nafni hennar á langan lista sinn yfir fórnarlömb sín. DaRonch var ekki í neinum vafa þegar hún virti áttmenningana fyrir sér í sakbendingunni. Númer tvö frá hægri, það var maðurinn. Þar með var viðbjóðslegum ferli raðmorðingjans Ted Bundy lokið.

Í nýrri heimildarmynd Netflix, Conversations With a Killer: The Ted Bundy Tapes, er rætt við DaRonch sem segir hvað gerðist þennan örlagaríka dag og hvernig hún lagði sitt af mörkum til að binda endi á feril Bundy.

Það var þann 8. nóvember 1974 sem maður, sem sagðist vera lögreglumaður, kom að máli við hana þar sem hún var stödd í verslunarmiðstöð í Murray í Utah. Hún var þá 18 ára. Maðurinn sagðist heita Roseland. Hann sagði henni að lögreglan hefði handtekið mann sem var að reyna að brjótast inn í bílinn hennar. Hann bað hana síðan um að fylgja sér út á bílastæðið að bíl hennar til að kanna hvort eitthvað tjón hefði verið unnið á honum og hvort einhverju hefði verið stolið. Svo reyndist ekki vera. Lögreglumaðurinn bað hana því um að fylgja sér á næstu lögreglustöð svo hún gæti lagt fram kæru á hendur manninum.

En DaRonch var ekki alveg örugg með aðstæðurnar því það var smá áfengislykt af lögreglumanninum. Hún bað hann því um skilríki og þá dró hann upp lögregluskilríki og var DaRonch sátt við það og settist inn í bílinn hans til að aka með honum á lögreglustöðina. En það reyndist vera örlagarík ákvörðun fyrir þau bæði.

Fljótlega áttaði hún sig á að eitthvað var öðruvísi en það átti að vera. Í stað þess að aka í átt að næstu lögreglustöð ók maðurinn niður hliðargötu og stoppaði við grunnskóla. Síðan dró hann upp handjárn og reyndi að setja á hana. Hún barðist á móti af öllu afli og því tókst honum bara að setja handjárn á annan úlnlið hennar.

„Ég hef aldrei verið svona hrædd á ævinni. Ég veit að þetta er klisja en lífshlaup mitt rann fyrir sjónum mínum. Ég hugsaði með mér: „Guð minn góður, foreldrar mínir komast aldrei að hvað kom fyrir mig.““

Segir hún í heimildamyndinni.

Dró upp byssu

Að lokum dró maðurinn upp byssu og hótaði að „skjóta hausinn af henni“ en það dró ekki mátt úr henni og náði hún að lokum að komast út úr bílnum. Lögreglumaðurinn hljóp á eftir henni.

„Ég barðist af öllu afli, ég slóst og barðist. Fingurneglurnar rifnuðu upp. Ég man eftir stingandi, litlausu, líflausu augum.“

Segir DaRonch um þessa hræðilegu upplifun.

Hún náði að slíta sig frá lögreglumanninum og hlaupa í átt að bíl sem koma akandi í átt til þeirra. Þá flúði lögreglumaðurinn inn í bíl sinnog ók á brott.

Ted Bundy.

Fjórum klukkustundum síðar rændi „lögreglumaðurinn“, sem reyndist vera Ted Bundy, annarri ungri konu, Debra Kent, og myrti hana. Lík hennar hefur aldrei fundist.

„Ég var mjög heppin og það var mikið áfall að komast að því síðar að hann var svo reiður yfir að ég slapp frá honum að hann ók á annan stað og drap aðra konu.“

Segir DaRonch.

Handtekinn

Ári síðar, í ágúst 1975 var Ted Bundy stöðvaður af lögreglumanni fyrir minniháttar umferðarlagabrot. Hann reyndi að flýja frá lögreglunni en náðist og var handtekinn. Í bíl hans fundust ýmsir munir sem tengdu hann við mörg morð, band, gríma, ísexi, handjárn og fleira.

Auk þess líktist Bundy manninum sem hafði reynt að ræna DaRonch.

Lögreglan ákvað því að vera með sakbendingu og fékk DaRonch til að mæta. Bundy hafði reynt að breyta útliti sínum, meðal annars með því að fara í klippingu, en það skipti engu máli, DaRonch bar kennsl á hann.

Hann var dæmdur fyrir mannránstilraun og síðan framseldur til Colorado þar sem hann var ákærður fyrir eitt morð. Honum tókst tvisvar að flýja úr fangelsi og halda morðum áfram en á endanum tókst að handtaka hann og halda honum í fangelsi. 1979 var hann dæmdur til dauða en talið er að hann hafi myrt meira en 30 manns.

1989, þegar hann var 42 ára, var hann settur í rafmagnsstólinn og þar með lauk ævi hans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Woke-hreyfingin á í vök að verjast eftir kosningasigur Trump

Woke-hreyfingin á í vök að verjast eftir kosningasigur Trump
Pressan
Fyrir 2 dögum

Besti golfari heims þurfti að gangast undir aðgerð eftir slys við jólamatseldina

Besti golfari heims þurfti að gangast undir aðgerð eftir slys við jólamatseldina
Pressan
Fyrir 4 dögum

Nískupúkinn vildi láta jarðsetja sig með öllum peningunum sínum – Ekkjan hefndi sín snilldarlega

Nískupúkinn vildi láta jarðsetja sig með öllum peningunum sínum – Ekkjan hefndi sín snilldarlega
Pressan
Fyrir 4 dögum

Svona léttist þú hraðast

Svona léttist þú hraðast