fbpx
Laugardagur 16.nóvember 2024
Pressan

Stór loftsteinn gæti breyst mikið þegar hann þeytist framhjá jörðinni 2029

Pressan
Laugardaginn 16. nóvember 2024 13:30

Loftsteinn. Mynd:NASA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar loftsteinninn Apophis þeytist framhjá jörðinni 2029 getur svo farið að þyngdaraflssvið jarðarinnar muni valda jarðskjálftum og skriðum á honum og þannig gjörbreyta yfirborði hans.

Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar á þessum 340 metra langa loftsteini sem er eins og hneta í laginu. Árekstur loftsteins af þessari stærð við jörðina myndi ekki ekki gera út af við lífið á henni en hann gæti auðveldlega eytt stórborg.

Þegar loftsteinninn fannst 2004 reiknuðu stjörnufræðingar út að hann gæti farið mjög nærri jörðinni 2029. Eftir nákvæmari rannsóknir á braut hans fyrir þremur árum var hægt að reikna hana enn nákvæmar út og var niðurstaðan þá að mjög litlar líkur séu á að hann lendi í árekstri við jörðina.

Eins og staðan er núna er talið að loftsteinninn verði í 32.000 km fjarlægð frá jörðinni þegar hann verður næst henni. Það verður 13. apríl 2029. Það er nær jörðinni en margir gervihnettir.

Miðað við að þessi útreikningur sé réttur, þá mun loftsteinninn ekki hafa mikil áhrif hér á jörðu niðri. En hins vegar gæti þessi nálægð hans við jörðina haft áhrif á hann.

Vísindamenn við Johns Hopkins háskólann ákváðu að rannsaka þetta og gerðu reiknilíkön. Lítið er vitað um útlit loftsteinsins og hvernig yfirborð hans er. Vísindamennirnir notuðu því upplýsingar um svipað stóran loftstein, Itokawa, sem hefur verið rannsakaður mun meira. Því næst var hermt eftir hreyfingum loftsteinsins á leið sinni að jörðinni og var fylgst með litlum og stórum breytingum á honum.

Live Science segir að vísindamennirnir hafi komist að því að tvennt, að minnsta kosti, muni gerast þegar loftsteinninn verður fyrir áhrifum af þyngdaraflssviði jarðarinnar. Þetta mun væntanlega hafa áhrif á yfirborð hans. Annað þessara atriða er að jarðskjálftar munu væntanlega ríða yfir loftsteinninn um klukkustund áður en hann fer næst jörðinni og halda áfram í skamma stund.

Erfitt er að meta mótstöðuafl loftsteinsins en vitað er að þyngdaraflssvið hans er 250.000 veikara en þyngdaraflssvið jarðarinnar. Telja vísindamennirnir að því geti litlir jarðskjálftar haft mikil áhrif á yfirborð hans.

Hitt atriðið er breyting á því hvernig hann veltur. Hann snýst ekki um sjálfan sig á föstum ás eða tíma, þess í stað veltur hann um eins og bolti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

1.000% aukning í leit Bandaríkjamanna á netinu að upplýsingum um brottflutning úr landi

1.000% aukning í leit Bandaríkjamanna á netinu að upplýsingum um brottflutning úr landi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Telur að þessi fjögur Evrópuríki gætu verið næst á lista Pútíns

Telur að þessi fjögur Evrópuríki gætu verið næst á lista Pútíns
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hver er maðurinn? – Lík í blautbúningi gæti hafa legið í uppistöðulóni í þrjá mánuði

Hver er maðurinn? – Lík í blautbúningi gæti hafa legið í uppistöðulóni í þrjá mánuði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Nakinn maður fannst undir gólffjölunum hjá 93 ára konu – Talinn hafa haldið sig þar í sex mánuði

Nakinn maður fannst undir gólffjölunum hjá 93 ára konu – Talinn hafa haldið sig þar í sex mánuði