fbpx
Fimmtudagur 06.mars 2025
Pressan

Sagði tvo lávarða breska þingsins bera ábyrgð á OK

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 16. nóvember 2024 11:30

John Raymond Godley.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Út er komin bókin ÓKEI — uppruni og saga þekktasta orðatiltækis í heimi. Höfundur er Sigurður Ægisson, guðfræðingur og þjóðfræðingur, og Hólar gefa út.  

Í bókinni, sem er rúmar 300 blaðsíður að lengd, eru reifaðar 50 kenningar, sem allar hafa það að markmiði að reyna að svara því, hvar og hvenær þetta nákvæmlega byrjaði, sem kallað hefur verið kunnasta útflutningsafurð Bandaríkjanna, fyrr og síðar. Farið er um allan heim í þeim tilgangi, m.a. til fjölmargra landa Afríku, Evrópu og jafnvel Asíu, og kafað langt aftur í mannkynssöguna, allt til daga Forn-Grikkja, Rómverja og Spartverja, og að auki leitað aðstoðar í þeirri glímu til Ástralíu og Suður-Ameríku. 

Flestar eru kenningarnar settar fram af alvöru, en undantekning er á því eins og mörgu öðru í þessum heimi. Hér er dæmi um það, úr kafla sem nefnist Onslow og Kilbracken:  

Árið 1939 barst ritstjóra The Times stuttort bréf undirritað af John Godley í Balliol College í Oxford, þar sem hann kvaðst vilja benda á í fullri auðmýkt, vegna umræðu sem þá hafði verið í blaðinu um uppruna O.K., að orðatiltækið mætti allt eins rekja til Lundúna, því að í efri deild breska þingsins væru tveir heiðursmenn, sem yrðu báðir að lesa og undirrita ákveðin plögg sem þangað bærust, og samþykkja. Annars færu þau ekkert lengra í kerfinu. Þetta væru Onslow og Kilbracken. 

Mynd af texta bréfsins, sem John Raymond Godley sendi til ritstjóra The Times.

Þarna mun hafa verið um spaug að ræða, hrekk sem uppgötvaðist ekki fyrr en um seinan, því umræddir lávarðar voru sannarlega af holdi og blóði og vel þekktir, en bréfritari hins vegar nemandi í ofannefndum skóla, ekki kennari, eins og hefði mátt skilja — og Kilbracken var faðir hans. Sá hét reyndar Hugh John Godley (1877–1950) og var 2. barón Kilbracken. 

Hinn ungi grínisti, sem hét fullu nafni John Raymond Godley (1920–2006), varð 3. barón Kilbracken þegar faðir hans lést, og tók virkan þátt í störfum lávarðadeildarinnar fram til 1999, en var að auki blaðamaður og rithöfundur, sem og ævintýramaður. Afi hans, John Arthur Godley (1847–1932), hafði verið einkaritari Williams Ewarts Gladstones, forsætisráðherra Bretlands. Fullt nafn Onslows var Richard William Alan Onslow (1876–1945). 

Ekki er vitað hvort einhver eftirmál urðu af þessu uppátæki sprelligosans. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Forstjóri segist alltaf spyrja þessara spurninga í atvinnuviðtali – Mikilvægari en ferilskrá

Forstjóri segist alltaf spyrja þessara spurninga í atvinnuviðtali – Mikilvægari en ferilskrá
Pressan
Fyrir 2 dögum

Norskt olíufyrirtæki hættir sölu til bandaríska hersins

Norskt olíufyrirtæki hættir sölu til bandaríska hersins
Pressan
Fyrir 4 dögum

Læknir segir að þessi góði matur minnki líkurnar á timburmönnum

Læknir segir að þessi góði matur minnki líkurnar á timburmönnum
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Samfaradagar“ geta aukið framleiðnina á vinnustöðum

„Samfaradagar“ geta aukið framleiðnina á vinnustöðum