fbpx
Laugardagur 16.nóvember 2024
Pressan

Rannsaka bein risakrókódíls til að sjá nákvæmlega hversu gamall hann var

Pressan
Laugardaginn 16. nóvember 2024 15:30

Cassius. Mynd:Marineland Melanesia Crocodile Habitat

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar krókódíllinn Cassius, stærsti krókódíllinn sem ekki var frjáls ferða sinna úti í náttúrunni, drapst í Ástralíu, var talið að hann væri rúmlega 120 ára. Ástralskir vísindamenn komast kannski fljótlega að því hversu gamall hann var þegar hann drapst því til stendur að kryfja hræið.

40 ár eru síðan Cassius var fangaður. Sérfræðingar telja að þessi risastóri saltvatnskrókódíll gæti hafa verið rúmlega 120 ára en þeir vita það ekki með vissu.

ABC News hefur eftir Sally Isberg, stofnanda Centre for Crocodile Research, að „á þessu stigi, bendi allt til að hann hafi drepist sökum aldurs“.

Til að geta sagt nákvæmlega til um aldur hans verður þessi 5,5 metra langi krókódíll krufinn.

Þegar hann var fangaður í Finniss ánni, nærri Darwin, 1984 töldu vísindamenn hann vera um 80 ára. En vandinn við að segja til um aldur krókódíla er að þegar þeir verða fullorðnir, hægir á vexti þeirra og því er útilokað að segja nákvæmlega til um aldur þeirra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

„Grunsamlegt aksturslag“ varð honum að falli

„Grunsamlegt aksturslag“ varð honum að falli
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gátan sem aðeins 5% fólks geta leyst – Hún er í sjálfu sér mjög auðveld

Gátan sem aðeins 5% fólks geta leyst – Hún er í sjálfu sér mjög auðveld
Pressan
Fyrir 3 dögum

Dularfullt hvarf leikkonu úr Gossip Girl – Ekkert spurst til hennar í tvær vikur

Dularfullt hvarf leikkonu úr Gossip Girl – Ekkert spurst til hennar í tvær vikur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hryllingur í Frakklandi: Þrjú börn fundust látin

Hryllingur í Frakklandi: Þrjú börn fundust látin
Pressan
Fyrir 3 dögum

Nettröllið sem hefur átt í rúmlega áratugalöngu stríði við Trump – „Ég mun ásækja þennan mann þar til ég dey“

Nettröllið sem hefur átt í rúmlega áratugalöngu stríði við Trump – „Ég mun ásækja þennan mann þar til ég dey“
Pressan
Fyrir 3 dögum

1.000% aukning í leit Bandaríkjamanna á netinu að upplýsingum um brottflutning úr landi

1.000% aukning í leit Bandaríkjamanna á netinu að upplýsingum um brottflutning úr landi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Var talinn hafa látist í skelfilegu slysi í ágúst – Rannsókn á tölvunni hans leiddi annað í ljós

Var talinn hafa látist í skelfilegu slysi í ágúst – Rannsókn á tölvunni hans leiddi annað í ljós
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hver er maðurinn? – Lík í blautbúningi gæti hafa legið í uppistöðulóni í þrjá mánuði

Hver er maðurinn? – Lík í blautbúningi gæti hafa legið í uppistöðulóni í þrjá mánuði