Til dæmis virðist sem lífeðlisfræðilegir þættir, sem hjálpa tíbeskum konum að lifa í mikilli hæð yfir sjávarmáli, séu að verða algengari.
Þetta er niðurstaða nýrrar rannsóknar, sem hefur verið birt í vísindaritinu PNAS. Benda niðurstöður hennar til að tíbeskar konur, sem eru lífeðlisfræðilega betur í stakk búnar til að búa hátt uppi í fjöllum þar sem andrúmsloftið er þynnra, eignist fleiri börn. Þetta bendir til að náttúran sé að „velja“ þessi einkenni úr og að því sé þróunarlegur þrýstingur á að konurnar skili þessum eiginleikum til næstu kynslóðar.
Rúmlega 400 konur, á aldrinum 46 til 86 ára, tóku þátt í rannsókninni. Þær búa í þorpum á landamærum Nepal og Tíbet. Eru þorpin í 3.500 til. 4.100 metra hæð yfir sjávarmáli.
Fólk, sem býr svo hátt yfir sjávarmáli, býr við erfiðar aðstæður. Þar á meðal lágan loftþrýsting sem veldur því að líkaminn fær minna súrefni. Það getur síðan valdið því að líkamsvefir hætti að starfa og það getur valdið því að fólk verður ringlað og á erfitt með andardrátt. Í alvarlegri tilfellum getur fólk fengið bráða fjallveiki sem veldur því að heilinn bólgnar út.
Slíkar aðstæður eru sérstaklega erfiðar fyrir barnshafandi konur og geta valdið banvænum blóðþrýstingsáhrifum. Konurnar eru einnig líklegri til að eignast mjög létt börn.
Vísindamennirnir skráðu hversu mörg börn, konunnar sem tóku þátt í rannsókninni, hafa eignast til að sjá hversu oft þær hafa „sent“ þessi gen til næstu kynslóðar. Ýmsar lífeðlisfræðilegar rannsóknir voru gerðar á konunum og erfðaefni þeirra var rannsakað.
Komust vísindamennirnir að því að konur, sem eignuðust flest börn, eru yfirleitt með venjulegt magn hemoglóbíns, sem er blóðið sem flytur súrefni, en hemoglóbínið þeirra gat flutt meira súrefni en hjá konunum sem eiga færri börn.
Þess utan reyndust konurnar, sem eiga fleiri börn en aðrar, vera með meira blóðflæði til lungnanna og æðar vinstri hluta hjartans, sem dælir blóði til líkamans, reyndust vera víðari en hjá konunum sem áttu færri börn. Víðari æðar þýða að meira súrefnisríkt blóð getur borist til vefja líkamans með hverjum hjartslætti.