fbpx
Föstudagur 15.nóvember 2024
Pressan

Á vinsælum ferðamannastað geta ferðamenn keypt sér ferskt loft í dós til að taka með heim

Pressan
Föstudaginn 15. nóvember 2024 07:30

Það er fallegt á Ítalíu. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar ferðamenn snúa heim eftir vonandi vel heppnað frí, þá taka þeir oft með sér farsíma fulla af ljósmyndum og minjagripi á borð við segla eða póstkort. En það er einnig hægt að taka ferskt loft í dós með sér heim.

Að minnsta kosti ef maður heimsækir Comovatn á Ítalíu. Þar er nú hægt að kaupa dós af fersku lofti, sem er að sögn tappað á dósirnar við vatnið fræga, og inniheldur hver dós að sögn 400 millílítra af „100% ekta lofti“ frá svæðinu við vatnið. Dósin kostar 9,90 evrur að sögn CNN.

Comovatn nýtur mikilla vinsælda meðal ferðamanna enda er mikil náttúrufegurð þar og svo laðar það suma þangað að þar eiga margar stjörnur hús, til dæmis Geroge Clooney og eiginkona hans Amal. Þá hafa margar kvikmyndir verið teknar upp þar og má þar nefna „Casino Royale“ og „House of Gucci“.

5,6 milljónir ferðamanna lögðu leið sína að vatninu á síðasta ári að sögn ferðamálayfirvalda.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Rauð viðvörun á Spáni: Íbúar plasta bílana sína og festa þá við ljósastaura

Rauð viðvörun á Spáni: Íbúar plasta bílana sína og festa þá við ljósastaura
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hann var stjarnan í kvikmynd sem mokaði 90 milljónum dollara í kassann – Fékk 300 dollara fyrir 10 daga vinnu

Hann var stjarnan í kvikmynd sem mokaði 90 milljónum dollara í kassann – Fékk 300 dollara fyrir 10 daga vinnu
Pressan
Fyrir 2 dögum

1.000% aukning í leit Bandaríkjamanna á netinu að upplýsingum um brottflutning úr landi

1.000% aukning í leit Bandaríkjamanna á netinu að upplýsingum um brottflutning úr landi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Telur að þessi fjögur Evrópuríki gætu verið næst á lista Pútíns

Telur að þessi fjögur Evrópuríki gætu verið næst á lista Pútíns
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Besti smyglarinn“ dæmdur í 17 ára fangelsi

„Besti smyglarinn“ dæmdur í 17 ára fangelsi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bjóst ekki við þessu þegar hún opnaði sendingu frá Shein – Fór beint á slysadeild

Bjóst ekki við þessu þegar hún opnaði sendingu frá Shein – Fór beint á slysadeild
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fyrrum ráðunautur Obama varpar sprengju um ósigur demókrata – „Það felst ákveðin fyrirlitning í slíku, ómeðvituð fyrirlitning“

Fyrrum ráðunautur Obama varpar sprengju um ósigur demókrata – „Það felst ákveðin fyrirlitning í slíku, ómeðvituð fyrirlitning“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Norður-kóresku hermennirnir í Rússlandi fengu loks óheftan aðgang að netinu – með fyrirsjáanlegum afleiðingum

Norður-kóresku hermennirnir í Rússlandi fengu loks óheftan aðgang að netinu – með fyrirsjáanlegum afleiðingum