fbpx
Föstudagur 15.nóvember 2024
Pressan

Þetta skaltu forðast skömmu fyrir háttatíma

Pressan
Föstudaginn 15. nóvember 2024 22:00

Skyldi hún hafa borðað eitthvað miður gott áður en hún fór í háttinn?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru ákveðnar matvörur sem er rétt að forðast að neyta þegar líður að háttatíma. Að minnsta kosti ef þú vilt fá góðan nætursvefn. Ástæðan er að sumar matvörur hafa áhrif á getu líkamans til að róa sig og hafa þannig neikvæð áhrif á svefngæðin.

Idenyt skýrir frá þessu og segir að meðal þessara matvara sé beikon. Í því er týramín en það er efni sem örvar framleiðslu adrenalíns en það gerir fólk „meira vakandi“ og getur gert því erfitt fyrir við að sofna.

Sumar ostategundir, til dæmis cheddar og parmesan, innihalda einnig týramín sem hefur fyrrgreind áhrif. Það getur auðvitað verið freistandi að fá sér smá ostbita en það er ekki svo snjallt þegar stutt er í háttatíma.

Dökkt súkkulaði er enn ein freistingin sem er rétt að forðast seint að degi til. Súkkulaði inniheldur koffín sem er örvandi efni og þótt þú þurfir að borða mikið magn til að finna fyrir áhrifum þess, þá getur það haft áhrif á svefninn ef þú er næm(ur) fyrir koffíni.

Alkóhól getur hjálpað fólki að sofna hratt en það hefur hins vegar mjög slæm áhrif á svefnhringrásina. Það getur gert svefninn órólegri og þú átt á hættu að vakna þreytt(ur) og örmagna, jafnvel eftir að hafa sofið alla nóttina.

Kryddaður matur á borð við chili og sinnep getur truflað svefninn. Þessar fæðutegundir hækka líkamshitann og það getur gert fólki erfitt fyrir við að sofna og valdið órólegum nætursvefni.

Það er líka gott ráð að forðast kjötneyslu þegar líður að háttatíma. Kjöt inniheldur mikið prótín en það getur haldið aftur af framleiðslu heilans á efnum sem valda syfju.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Dularfullt hvarf leikkonu úr Gossip Girl – Ekkert spurst til hennar í tvær vikur

Dularfullt hvarf leikkonu úr Gossip Girl – Ekkert spurst til hennar í tvær vikur
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hryllingur í Frakklandi: Þrjú börn fundust látin

Hryllingur í Frakklandi: Þrjú börn fundust látin
Pressan
Fyrir 3 dögum

Var talinn hafa látist í skelfilegu slysi í ágúst – Rannsókn á tölvunni hans leiddi annað í ljós

Var talinn hafa látist í skelfilegu slysi í ágúst – Rannsókn á tölvunni hans leiddi annað í ljós
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hver er maðurinn? – Lík í blautbúningi gæti hafa legið í uppistöðulóni í þrjá mánuði

Hver er maðurinn? – Lík í blautbúningi gæti hafa legið í uppistöðulóni í þrjá mánuði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Mikil leit að manni sem myrti munk og særði þrjá presta í spænsku klaustri

Mikil leit að manni sem myrti munk og særði þrjá presta í spænsku klaustri
Pressan
Fyrir 5 dögum

Morgan var rænt 6 ára – Fjölskyldan beið 30 ár eftir svörum en enginn verður ákærður

Morgan var rænt 6 ára – Fjölskyldan beið 30 ár eftir svörum en enginn verður ákærður