fbpx
Föstudagur 15.nóvember 2024
Pressan

Svona er hægt að nota kóladrykki til annars en drykkju

Pressan
Föstudaginn 15. nóvember 2024 07:00

Mynd úr safni. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir eiga kóladrykki í ísskápnum nær öllum stundum og aðrir eiga slíka drykki öllum stundum. Meginmarkmiðið er auðvitað að drekka þá en það er hægt að nota þá til annarra hluta á heimilinu.

Kóladrykkir innihalda efni sem gera þá að góðum hreingerningaefnum og það er einnig hægt að nota þá til fleiri verka.

Á YouTube-rásinni er myndband þar sem fimm góðum ráðum um hvernig er hægt að nota kóladrykki til annars en drykkjum.

Kóladrykkir innihalda fosfórsýru sem er ansi góð þegar kemur að því að leysa ryð upp. Ef þú ert með litla málmhluti, sem eru orðnir ryðgaðir, þá geturðu prófað að setja þá í skál og hella kóladrykk yfir. Láttu þetta liggja svona í nokkrar klukkustundir og síðan geturðu nuddað ryðið af með klúti eða svampi.

Ef svo ólíklega vill til að þú þurfir að glíma við kalk í hraðsuðukatlinum eða kaffivélinni, þá er hægt að nota kóladrykki til þess. Helltu bara kóladrykk í ketilinn eða kaffivélina og láttu standa í um hálfa klukkustund og skolaðu síðan vel með vatni. Sýruinnihald gosdrykkjarins losar um kalkið og gerir tækin skínandi hrein.

Það er líka hægt að nota kóladrykki til að fjarlægja bletti úr fötum. Ef það eru fitublettir eða aðrir erfiðir blettir í fötum, þá er hægt að hella smávegis af kóladrykk á þá og láta liggja í um hálfa klukkustund. Síðan er bara að setja fötinn í þvottavél og setja í gang. Fosfórsýran í drykknum brýtur blettina niður og þannig verður auðveldara að ná þeim úr.

Ef þú verður uppiskroppa með klósetthreinsi þá er hægt að nota kóladrykk í staðinn. Helltu bara úr einni dós ofan í klósettið og láttu liggja í um klukkustund áður en þú skrúbbar og sturtar síðan niður.

Það er líka hægt að nota kóladrykk til að losa tyggjó úr hári. Dýfðu þeim hluta hársins, sem tyggjóið situr fast í, ofan í skál með kóladrykk og láttu liggja í um 10 mínútur. Kóladrykkurinn mýkir tyggjóið svo það verður auðveldara að losa það án þess að skemma hárið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Rauð viðvörun á Spáni: Íbúar plasta bílana sína og festa þá við ljósastaura

Rauð viðvörun á Spáni: Íbúar plasta bílana sína og festa þá við ljósastaura
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hann var stjarnan í kvikmynd sem mokaði 90 milljónum dollara í kassann – Fékk 300 dollara fyrir 10 daga vinnu

Hann var stjarnan í kvikmynd sem mokaði 90 milljónum dollara í kassann – Fékk 300 dollara fyrir 10 daga vinnu
Pressan
Fyrir 2 dögum

1.000% aukning í leit Bandaríkjamanna á netinu að upplýsingum um brottflutning úr landi

1.000% aukning í leit Bandaríkjamanna á netinu að upplýsingum um brottflutning úr landi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Telur að þessi fjögur Evrópuríki gætu verið næst á lista Pútíns

Telur að þessi fjögur Evrópuríki gætu verið næst á lista Pútíns
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Besti smyglarinn“ dæmdur í 17 ára fangelsi

„Besti smyglarinn“ dæmdur í 17 ára fangelsi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bjóst ekki við þessu þegar hún opnaði sendingu frá Shein – Fór beint á slysadeild

Bjóst ekki við þessu þegar hún opnaði sendingu frá Shein – Fór beint á slysadeild
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fyrrum ráðunautur Obama varpar sprengju um ósigur demókrata – „Það felst ákveðin fyrirlitning í slíku, ómeðvituð fyrirlitning“

Fyrrum ráðunautur Obama varpar sprengju um ósigur demókrata – „Það felst ákveðin fyrirlitning í slíku, ómeðvituð fyrirlitning“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Norður-kóresku hermennirnir í Rússlandi fengu loks óheftan aðgang að netinu – með fyrirsjáanlegum afleiðingum

Norður-kóresku hermennirnir í Rússlandi fengu loks óheftan aðgang að netinu – með fyrirsjáanlegum afleiðingum