fbpx
Fimmtudagur 14.nóvember 2024
Pressan

Ótrúlegt spillingarmál skekur spænsku lögregluna – Fundu milljarða á heimili yfirmannsins

Pressan
Fimmtudaginn 14. nóvember 2024 15:30

Oscar Sanchez er í haldi lögreglu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þar til nýlega var Oscar Sanchez Gil yfirmaður deildar innan spænsku ríkislögreglunnar sem fjallar um peningaþvætti og fjársvik. Núna er Oscar í haldi lögreglu og gæti átt þungan fangelsisdóm yfir höfði sér.

Oscar þessi er grunaður um aðild að fíkniefnasmygli og peningaþvætti. Hann er auk þess  talinn hafa starfað með alræmdum glæpasamtökum ásamt kærustu sinni sem einnig er lögreglukona.

Lögregla komst á sporið þegar lagt var hald á stærstu kókaínsendingu í sögu Spánar ekki alls fyrir löngu. Lögregla lagði þá hald á 14 tonn af kókaíni sem komu í banasendingu frá Ekvadur.

Húsleit var gerð á heimili Oscars og kærustu hans í Alcala de Henares, skammt norðaustur af Madríd, og þar fannst ógrynni af peningaseðlum.

Talið er að upphæðin hlaupi á um 2,5 milljörðum króna en peningaseðlarnir fundust meðal annars í veggjum og ofan á loftplötum. Þessu til viðbótar fundust um 140 milljónir króna sem voru læstar inni í skáp á skrifstofu Oscars.

Í frétt El Mundo kemur fram að lögreglu gruni að Oscar hafi starfað með skipulögðum glæpasamtökum síðastliðin fimm ár og meðal annars gefið góð ráð um hvernig ætti að forðast afskipti lögreglu og tollyfirvalda varðandi fíkniefnainnflutning.

Oscar og kærasta hans voru handtekin í síðustu viku ásamt 15 öðrum einstaklingum. Þau sitja nú í gæsluvarðhaldi þar til málið fer fyrir dóm.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Ný kvennahreyfing í kjölfar sigurs Trump – Ekki hjónaband, ekkert kynlíf og engin börn

Ný kvennahreyfing í kjölfar sigurs Trump – Ekki hjónaband, ekkert kynlíf og engin börn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Var talinn hafa látist í skelfilegu slysi í ágúst – Rannsókn á tölvunni hans leiddi annað í ljós

Var talinn hafa látist í skelfilegu slysi í ágúst – Rannsókn á tölvunni hans leiddi annað í ljós
Pressan
Fyrir 3 dögum

Trump yngri sendir Zelenskí eitraða pillu – „Þú ert 38 dögum frá því að missa vasapeninginn“

Trump yngri sendir Zelenskí eitraða pillu – „Þú ert 38 dögum frá því að missa vasapeninginn“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Martröð á hrekkjavöku – Hjón myrtu hvort annað á meðan 11 ára sonur þeirra spilaði tölvuleiki í næsta herbergi

Martröð á hrekkjavöku – Hjón myrtu hvort annað á meðan 11 ára sonur þeirra spilaði tölvuleiki í næsta herbergi