fbpx
Fimmtudagur 26.desember 2024
Pressan

„Grunsamlegt aksturslag“ varð honum að falli

Pressan
Fimmtudaginn 14. nóvember 2024 07:00

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýlega veittu lögreglumenn, sem voru við eftirlit í Padborg á landamærum Danmerkur og Þýskalands, „grunsamlegu aksturslagi“ ökumanns eins athygli þegar hann ók bíl sínum yfir landamærin frá Þýskalandi.

Eins og gefur að skilja var akstur ökumannsins stöðvaður til að hægt væri að kanna hverju þetta „grunsamlega aksturslag“ sætti.

Fjöldi pappakassa var í bílnum og taldi lögreglan því fulla ástæðu til að fá aðstoð tollvarða. Þeir komu á vettvang og leit var gerð í bílnum.

Í honum reyndust vera 49 pappakassar sem innihéldu 7.932 ólöglegar rafrettur, svokallaðar puff bars.

Ökumaðurinn á yfir höfði sér himinháan reikning fyrir toll og önnur gjöld af rafrettunum og þess utan verður hann væntanlega ákærður fyrir sérstaklega gróft smygl.

Jótlandspósturinn hefur eftir talsmanni lögreglunnar að þetta sé eitt stærsta smyglmálið af þessari tegund sem upp hefur komið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 19 klukkutímum

Með þessu getur þú gert morgnana þína enn betri

Með þessu getur þú gert morgnana þína enn betri
Pressan
Fyrir 20 klukkutímum

„Ódýr“ jólagjöf foreldranna til barnanna sló svo sannarlega í gegn

„Ódýr“ jólagjöf foreldranna til barnanna sló svo sannarlega í gegn
Pressan
Fyrir 21 klukkutímum

Þess vegna á ekki að skræla kartöflur áður en þær eru soðnar eða bakaðar

Þess vegna á ekki að skræla kartöflur áður en þær eru soðnar eða bakaðar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hér á aldrei að hafa jólatréð – Fallegasti staðurinn getur verið sá hættulegasti

Hér á aldrei að hafa jólatréð – Fallegasti staðurinn getur verið sá hættulegasti
Pressan
Fyrir 3 dögum

Albatrosinn Wisdom er 74 ára og nýbúin að finna sér nýja maka og verpa enn einu sinni

Albatrosinn Wisdom er 74 ára og nýbúin að finna sér nýja maka og verpa enn einu sinni