Eins og gefur að skilja var akstur ökumannsins stöðvaður til að hægt væri að kanna hverju þetta „grunsamlega aksturslag“ sætti.
Fjöldi pappakassa var í bílnum og taldi lögreglan því fulla ástæðu til að fá aðstoð tollvarða. Þeir komu á vettvang og leit var gerð í bílnum.
Í honum reyndust vera 49 pappakassar sem innihéldu 7.932 ólöglegar rafrettur, svokallaðar puff bars.
Ökumaðurinn á yfir höfði sér himinháan reikning fyrir toll og önnur gjöld af rafrettunum og þess utan verður hann væntanlega ákærður fyrir sérstaklega gróft smygl.
Jótlandspósturinn hefur eftir talsmanni lögreglunnar að þetta sé eitt stærsta smyglmálið af þessari tegund sem upp hefur komið.