Lykillinn að því að leysa hana er að ofhugsa þetta ekki og trúa á eigin getu.
Hér kemur gátan og nú er ekkert annað að gera en að leggja heilann í bleyti (ekki of lengi) og finna svarið:
„Það eru fimm kerti inni í kirkju einni. Að næturlagi koma þrír karlkyns þjófar og tveir kvenkyns þjófar inn í kirkjuna. Aðeins karlar halda á kertum. Hversu mörg kerti eru í kirkjunni?“
Meiri upplýsingar eru ekki veittar um gátuna en sem betur fer þá þarf ekki að keppa við klukkuna í leit að lausninni.
.
.
.
.
.
Ertu búin(n) að finna svarið?
Hér kemur þá svarið:
8 – Það koma aldrei fram að þjófarnir hefðu tekið kerti, bara að þeir héldu á kertum. Það bætast því þrjú kerti (þessi sem karlkyns þjófarnir halda á) við kertin fimm sem voru fyrir í kirkjunni.