fbpx
Fimmtudagur 26.desember 2024
Pressan

Veit Warren Buffett eitthvað sem aðrir vita ekki? Fjárfestar fylgjast vel með honum

Pressan
Miðvikudaginn 13. nóvember 2024 07:00

Warren Buffett.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjárfestar fylgjast nú vel með hinum aldna Warren Buffett sem er goðsögn í fjármálaheiminum. Bandaríski hlutabréfamarkaðurinn er í mikilli uppsveiflu og það bætti í hana eftir sigur Donald Trump í forsetakosningunum í síðustu viku.

Á meðan flestir kaupa hlutabréf í gríð og erg hefur Buffet farið aðra leið því síðasta árið hefur fjárfestingafélag hans, Berkshire Hathaway, selt mikið af hlutabréfum og á nú svo mikið lausafé að það er nýtt met.

The Wall Street Journal varpaði því fram spurningunni: „Veit Warren Buffett eitthvað, sem við vitum ekki?“

Buffett, sem er 94 ára, er talinn vera sá fjárfestir sem náð hefur bestum árangri allra þeirra er stunda fjárfestingar.

Það er því fylgst vel með öllu sem Berkshire Hathaway gerir og það vekur því athygli þegar félagið selur hlutabréf eða tekur peninga út úr fyrirtæki. Það hefur því ekki farið framhjá fjárfestum að félagið hefur sankað gríðarlega miklu lausafé að sér síðasta árið. Félagið hefur meðal annars selt hlutabréf í Apple og Bank of America.

Félagið á nú 325 milljarða dollar í lausafé!

Þegar Buffett seldi síðast svona mikið úr eignasafninu, þá var það á árunum fyrir síðustu fjármálakreppu. Nú velta margir fyrir sér hvort Buffett telji að bandaríski hlutabréfamarkaðurinn sé að ofhitna.

Það hlýtur að vekja marga til umhugsunar að Buffett sanki svona miklu reiðufé að sér á sama tíma og þrjár stærstu hlutabréfavísitölurnar í Bandaríkjunum hafa hækkað um 17 til 30% á árinu.

Buffett er þekktur fyrir þolinmæði sína þegar kemur að fjárfestingum. Hann er þekktur fyrir að hafa sagt, hugsanlega í gríni, að besti tíminn fyrir fjárfestingar sé „að eilífu“.

Hann er þekktur fyrir að fara sínar eigin leiðir, oft á móti stefnu fjármálamarkaðanna og að hafa áhyggjur þegar allir aðrir verða gráðugir. En hann er líka þekktur fyrir að taka mikla áhættu þegar aðrir eru efins.

Nú leita fjárfestar mikið inn á bandaríska hlutabréfamarkaðinn en um leið virðist Buffett vera á leið út.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 22 klukkutímum

Hvað varð um börnin fimm sem hurfu sporlaust á jóladag? Fjöldi kenninga á lofti enn þann dag í dag

Hvað varð um börnin fimm sem hurfu sporlaust á jóladag? Fjöldi kenninga á lofti enn þann dag í dag
Pressan
Í gær

Konunglega hneykslið sem var falið 35 km frá höllinni

Konunglega hneykslið sem var falið 35 km frá höllinni
Pressan
Í gær

Með þessu getur þú gert morgnana þína enn betri

Með þessu getur þú gert morgnana þína enn betri
Pressan
Í gær

Þessar fæðutegundir geta drepið ketti

Þessar fæðutegundir geta drepið ketti
Pressan
Í gær

Hin dramatíska saga á bak við úr sem varðveittist eftir Titanic-slysið

Hin dramatíska saga á bak við úr sem varðveittist eftir Titanic-slysið
Pressan
Í gær

Jólamorðið – Af hverju myrti hann Laci?

Jólamorðið – Af hverju myrti hann Laci?