Daily Mail greinir frá þessu.
Í frétt miðilsins kemur fram að nokkur þúsund íbúar á Costa del Sol hafi yfirgefið heimili sín og þá verða skólar á svæðinu lokaðir í dag. Fólk er hvatt til að fara að öllu með gát.
Á samfélagsmiðlum má sjá myndir frá Malaga þar sem dæmi eru um að íbúar hafi plastað bílana sína til að takmarka líkurnar á að þeir verði fyrir vatnstjóni. Þá hafa sumir brugðið á það ráð að skorða þá við ljósastaura til að koma í veg fyrir að hugsanleg flóð taki þá með sér.
Malaga er fjölmennasta borgin á Costa del Sol-svæðinu en þar eru einnig vinsælir ferðamannastaðir eins og Marbella og Estepona.