fbpx
Fimmtudagur 21.nóvember 2024
Pressan

Leiðtogi japanska íhaldsflokksins setti allt á hliðina með hugmyndum sínum um aukna frjósemi japanskra kvenna

Pressan
Miðvikudaginn 13. nóvember 2024 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Naoki Hyakuta er leiðtogi japanska íhaldsflokksins sem er í stjórnarandstöðu þar í landi. Hann hefur nú beðist afsökunar á umdeildri tillögu sem hann lagði fram til að auka frjósemi meðal Japana.

Frjósemi í Japan hefur aldrei verið minni en hún mældist árið 2022 1,26 fæðinga á hverja konu. Rétt er að minna á að í þessu samhengi vísar orðið frjósemi til þess hversu mörg börn fæðast hverri konu að meðaltali en vísar ekki til getu kvenna til að verða þungaðar. Sumum þykir betra að nota orðið fæðingartíðni en orðið frjósemi er þó notuð í þessum mælingum.

Til samanburðar má nefna að árið 2022 mældist frjósemi á Íslandi 1,59 fæðing á hverja konu. Talað er um að til að viðhalda fólksfjölda þarf frjósemi að vera 2,1 fæðing á hverja konu.

Frjósemi hefur lækkað mikið undanfarinn áratug, þá einkum á vesturlöndum og á ákveðnum stöðum í Asíu. Mælist hún þar víða undir endurnýjunartíðni. Þetta er að valda mörgum þjóðum verulegum áhyggjum og hafa ýmsar hugmyndir verið viðraðar til að snúa þessari þróun við. Þær öfgafyllstu miða að því að svipta konur réttindum, svo sem með því að meina þeim að gangast undir þungunarrof, meina þeim aðgang að getnaðarvörnum, takmarka aðgengi þeirra að menntun og svona mætti áfram telja. Aðrar hugmyndir miða að því að auðvelda foreldrum lífið, svo sem með lengra fæðingarorlofi, með sérstökum fjárstuðningi, með betra aðgengi að daggæslu og með fjölskylduvænna samfélagi.

Hyakuta setti þó allt á annan endann með umdeildri hugmynd sinni. Hann lagði til að konur yrðu beittar öfgafullum þrýsting til að ganga í hjónabönd og til að eignast börn. Hugmyndin hans var sú að banna konum að ganga í hjónaband eftir að þær verða 25 ára. Banna þeim að sækja sér æðri menntun og að legið yrði fjarlægt úr þeim við þrítugt ef þær hafa þá ekki fjölgað sér.

„Konur ættu ekki að mega ganga í háskóla eftir að þær verða 18 ára,“ sagði Hyakuta í beinu streymi á YouTube á föstudaginn. Hann tók þó fram að hann væri ekkert sérstaklega hrifinn af þessari öfgafullu hugmynd en hann taldi þó að hún myndi skila ætluðum árangri – að fjölga Japönum.

„Og lögin ættu ekki að heimila einhleypum konum sem eru eldri en 25 ára að ganga í hjónaband.“

Þetta vakti nokkuð hörð viðbrögð og á sunnudaginn baðst leiðtoginn afsökunar. Hann sagðist taka þessa hugmynd til baka og bað þá sem hann móðgaði velvirðingar. Um væri að ræða öfgafulla tillögu sem ætti meira skylt við vísindaskáldskap en raunveruleikann og að sjálfsögðu væri þetta eitthvað sem ætti aldrei að fá að viðgangast.

„Ég var að reyna að útskýra þann þröngaramma (sem konur hafa til barneigna) með beinskeyttum hætti.“

Hugmyndir hans taka mið af því að frjósemi mælist hærri í ríkjum þar sem fátækt er mikil, þar sem konur hafa ekki eins mikil réttindi og karlmenn, þar sem menntunarstig og aðgengi að menntun fyrir konur er lítið og þar sem konur hefja barneignir ungar.

Sumie Kawakimi, fyrirlesari við háskólann Yamanashi Gakuin og höfundur bókar un vandamál kynjanna sagði við fjölmiðla að það væri erfitt að ná utan um það að stjórnmálamaður hafi látið annað eins út úr sér.

„Ég get aðeins túlkað þessi ummæli sem ákall um ofbeldi gegn konum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Úkraínumenn sagðir vera búnir að skjóta bandarískri eldflaug á Rússland

Úkraínumenn sagðir vera búnir að skjóta bandarískri eldflaug á Rússland
Pressan
Í gær

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Bakpokaferðalag 19 ára stúlkna breyttist í martröð – Berjast fyrir lífi sínu eftir ferð á barinn

Bakpokaferðalag 19 ára stúlkna breyttist í martröð – Berjast fyrir lífi sínu eftir ferð á barinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hvað er svínaníðs-pólitík? – „Látum helvítið neita því“

Hvað er svínaníðs-pólitík? – „Látum helvítið neita því“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hversu oft þurfa karlar að hafa sáðlát til að draga úr líkunum á blöðruhálskrabbameini?

Hversu oft þurfa karlar að hafa sáðlát til að draga úr líkunum á blöðruhálskrabbameini?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gætu hafa leyst ráðgátuna um stóra gíginn

Gætu hafa leyst ráðgátuna um stóra gíginn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Mun algengara en talið var að dýr séu ölvuð

Mun algengara en talið var að dýr séu ölvuð