The Independent skýrir frá þessu og segir að Siddiqui, sem er 56 ára, hafi frá því í júní 2012 og fram í nóvember 2013 umskorið drengi og pilta, allt að 14 ára gamla.
Eftir að læknaráð fann hann sekan um að hafa gert mistök við aðgerðir á fjórum börnum á heimili þeirra var hann sviptur lækningaleyfi. Hann var einnig rekin úr starfi á Southampton General sjúkrahúsinu eftir að mál hans komst í hámæli.
En þetta hélt ekki aftur af honum og hann hélt áfram að bjóða upp á umskurð í heimahúsum. Það voru einmitt þau mál sem hann var ákærður fyrir en réttað var í máli hans nýlega. Hann var fundinn sekur um að hafa valdið 12 drengjum líkamlegum áverkum, að hafa beitt fimm drengi ofbeldi og fyrir að hafa skrifað út lyfseðla þótt hann hefði ekki heimild til þess. Refsing hans verður ákveðin um miðjan janúar.