fbpx
Fimmtudagur 26.desember 2024
Pressan

Dularfullt hvarf leikkonu úr Gossip Girl – Ekkert spurst til hennar í tvær vikur

Pressan
Miðvikudaginn 13. nóvember 2024 12:32

Chanel í hlutverki sínu í Gossip Girl.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ekkert hefur spurst til bandarísku leikkonunnar Chanel Mayu Banks í tvær vikur. Aðstandendur hennar hafa leitað að henni í Los Angeles að undanförnu en án árangurs.

Chanel, sem er 36 ára, lék í nokkrum þáttum af hinum vinsælu þáttum Gossip Girl á sínum tíma þar sem hún fór með hlutverk Sawyer Bennett. Síðustu ár hefur hún þó haldið sig fjarri sviðsljósinu og reynt fyrir sér sem rithöfundur.

Daily Star hefur eftir aðstandendum hennar að eiginmaður Chanel hafi ekki verið mjög samstarfsfús við rannsókn málsins. Frænka hennar, Danielle-Tori Singh heyrði síðast í henni þann 30. október síðastliðinn og síðan þá hefur ekkert spurst til hennar.

Chanel er búsett með eiginmanni sínum til eins árs í Playa Vista í suðurhluta Kaliforníu. Að sögn Danielle hefur eiginmaður hennar sagt fjölskyldunni að hún vilji ekki finnast og muni hafa samband þegar hún er tilbúin til þess.

Leit á heimili hjónanna leiddi í ljós að hún hafði skilið bílinn sinn og hundinn sinn eftir en síminn hennar og fartölva fundust ekki.

Danielle telur að eitthvað grunsamlegt sé í gangi og segir hún í samtali við ABC7 News að  aldrei líði meira en tveir sólarhringar milli þess sem hún heyrir í henni eða móður sinni. Þá sé mjög óvenjulegt að hún hafi skilið hundinn sinn eftir.

Talsmaður lögreglu segir í samtali við KTLA 5 að málið sé komið á borð lögreglu og lögregla hafi svipast um eftir henni.

„Ég hef þá tilfinningu að eitthvað sé ekki eins og það á að vera,“ segir Danielle.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 20 klukkutímum

Með þessu getur þú gert morgnana þína enn betri

Með þessu getur þú gert morgnana þína enn betri
Pressan
Fyrir 21 klukkutímum

„Ódýr“ jólagjöf foreldranna til barnanna sló svo sannarlega í gegn

„Ódýr“ jólagjöf foreldranna til barnanna sló svo sannarlega í gegn
Pressan
Fyrir 22 klukkutímum

Þess vegna á ekki að skræla kartöflur áður en þær eru soðnar eða bakaðar

Þess vegna á ekki að skræla kartöflur áður en þær eru soðnar eða bakaðar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hér á aldrei að hafa jólatréð – Fallegasti staðurinn getur verið sá hættulegasti

Hér á aldrei að hafa jólatréð – Fallegasti staðurinn getur verið sá hættulegasti
Pressan
Fyrir 3 dögum

Albatrosinn Wisdom er 74 ára og nýbúin að finna sér nýja maka og verpa enn einu sinni

Albatrosinn Wisdom er 74 ára og nýbúin að finna sér nýja maka og verpa enn einu sinni