fbpx
Föstudagur 27.desember 2024
Pressan

Var talinn hafa látist í skelfilegu slysi í ágúst – Rannsókn á tölvunni hans leiddi annað í ljós

Pressan
Þriðjudaginn 12. nóvember 2024 07:00

Ryan með eiginkonu sinni Emily og þremur börnum þeirra.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðstandendur hins 45 ára gamla Ryans Borgwardt í Wisconsin í Bandaríkjunum óttuðust það versta þegar hann skilaði sér ekki heim úr kajakferð á vatnið Green Lake þann 12. ágúst síðastliðinn.

Báturinn hans fannst mannlaus á vatninu og benti flest til þess að eitthvað hafi gerst sem varð til þess að hann drukknaði. Bíllinn hans fannst einnig á sínum stað, á bílastæði, við vatnið.

Umfangsmikil leit að líki hans skilaði engum árangri og heima sátu eiginkona og þrjú börn, sem allt í einu voru orðin föðurlaus, í sárum.

Það var svo síðastliðinn föstudag að lögregla tilkynnti á blaðamannafundi að hún hefði  rökstuddan grun um að Ryan hefði sviðsett dauða sinn og farið til Evrópu til að hefja nýtt líf.

Í umfjöllun New York Post kemur fram að lögregla hafi komist á sporið snemma í október þegar hún tók tölvu Borgwardts til rannsóknar.

Við yfirferð á henni kom ýmislegt í ljós, til dæmis að hann hafði átt í samskiptum við ónefnda konu í Úsbekistan, opnað nýjan bankareikning og aflað sér upplýsinga um hvernig best væri að flytja fé úr landi. Þá hafði hann tilkynnt um týnt vegabréf og fengið nýtt afhent skömmu áður en hann hvarf. Gamla vegabréfið hans var heima.

Þegar lögregla tók tölvuna í sína vörslu kom reyndar í ljós að hann hafði hreinsað allt út af henni en stafræna fótsporið sem hann skildi eftir sig hvarf ekki. Rannsókn lögreglu leiddi einnig í ljós að daginn eftir að tilkynnt var um hvarf hans var leitað að nafni hans í gagnagrunni kanadísku lögreglunnar – sem bendir til þess að hann hafi verið kominn að landamærunum daginn eftir að hann hvarf.

Óvíst er hversu lengi Borgwardt skipulagði hvarf sitt en á blaðamannafundi lögreglu kom fram að hvarfið hafi augljóslega krafist töluverðrar skipulagningar.

Lögregla telur að Borgwardt sé einhvers staðar í Evrópu og er ekki vitað hvort hann hafi tekið upp nýtt nafn með fölsuðum skilríkjum. „Ryan, ef þú ert að horfa á þetta þá bið ég þig um að hafa samband við fjölskyldu þína. Við höfum skilning á því að ýmislegt gerist í lífinu en hérna eru börn sem vilja fá pabba sinn aftur,“ sagði lögreglustjórinn Mark Podoll á blaðamannafundinum á föstudag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 17 klukkutímum

Þess vegna er góð hugmynd að borða banana áður en farið er að sofa

Þess vegna er góð hugmynd að borða banana áður en farið er að sofa
Pressan
Fyrir 20 klukkutímum

Hann átti bara 20 dollara en keypti jólagjöf handa mömmu sinni fyrir 80 dollara – Svona tókst honum það

Hann átti bara 20 dollara en keypti jólagjöf handa mömmu sinni fyrir 80 dollara – Svona tókst honum það
Pressan
Í gær

Þess vegna áttu að setja skó í peningaskápinn á hótelinu

Þess vegna áttu að setja skó í peningaskápinn á hótelinu
Pressan
Í gær

Rússar fagna jóladagsárásunum sem forseti Úkraínu kallar ómannúðlegar

Rússar fagna jóladagsárásunum sem forseti Úkraínu kallar ómannúðlegar