Reuters greindi frá þessu í gærkvöldi og hafði eftir heimildum sínum.
Rubio þykir nokkuð harður í horn að taka og bendir Reuters á að hann hafi talað fyrir agressífari stefnu í utanríkismálum Bandaríkjanna gagnvart Íran, Kína og Kúbu.
Ljóst er að mikið mun mæða á Rubio fari svo að hann verði valinn, enda geisa stríð í Úkraínu og í Mið-Austurlöndum auk þess sem Kínverjar eru farnir að halla sér meira upp að Rússum og Írönum.
Í umfjöllun Reuters kemur fram að Úkraínustríðið verði ofarlega á blaði hjá Rubio og talið líklegt að hann muni freista þess að stilla til friðar á milli Rússa og Úkraínumanna.
Bent er á það að hann hafi nýlega sagt að Úkraínumenn þyrftu að ganga að samningaborðinu við Rússa í stað þess að einblína á að endurheimta allt það landsvæði sem þeir hafa tapað í stríðinu í austurhluta landsins. Úkraínumenn hafa ekki tekið það í mál að gefa eftir landsvæði.
Loks er bent á að það að Rubio hafi verið einn af 15 öldungadeildarþingmönnum Repúblikana sem kusu gegn 95 milljarða dollara aðstoðarpakka við Úkraínu sem samþykkur var í apríl síðastliðnum.