Bandaríski grínistinn Elijah Daniel er ekkert endilega stórt nafn í grínheimi Bandaríkjanna. En eitt er víst að valdamesti maður þjóðarinnar þekkir nafnið enda hafa þeir átt í um áratugalöngu stríði.
Daniel ákvað að rifja upp deilurnar, í tilefni þess að Donald Trump bauð sig aftur fram, en hann var fyrir viku kjörinn forseti að nýju.
„Ég hef átt í útistöðum við Donald Trump í rúman áratug sem varð til þess að ég var skráður á flugbannlista.“
Flugbannlisti [no fly list] eru viðurlög sem bandaríska ríkisstjórnin beitir gegn til dæmis þeim sem eru grunaðir um að tengjast hryðjuverkasamtökum, vera óeirðarmenn, eða þeir sem hafa brotið reglur eða hagað sér ósæmilega um borð í flugvélum.
„Þetta byrjaði allt í kringum 2013, löngu áður en þessi maður bauð sig fram til forseta. Ég stundaði það að „trölla“ hann (e. troll) harkalega. Ég man ekki nákvæmlega hvers vegna ég byrjaði á þessu en svona um 2013/2014 fór þetta að verða áhugavert. Ég bjó til gervimenni (e. bot) sem svaraði öllu sem hann birti á netinu, um leið og hann birti það svo þetta varð efsta athugasemdin og athugasemdin var alltaf eitthvað á borð við : Keyptu handa mér BMW bifreið annars segi ég þeim frá okkur. Og mér fannst þetta sjúklega fyndið.“
Rétt er að geta þess að Daniel er samkynhneigður. Síðan keypti Daniel sér BMW bifreið og fannst þá upplagt að fara lengra með grínið.
„Og ég fór beint á Twitter og birti mynd af bílnum og ég taggaði Donald Trump og skrifaði: Takk pabbi. Og fólk trúði þessu og það fór í taugarnar á honum. Og þá fyrst fóru deilurnar að stað.“
Daniel hélt áfram að stríða Trump við og við. En svo fór hann í framboð og þá var tími til að taka þetta lengra.
Hann skrifaði erótíska bók í anda 50 grárra skugga um Trump og BMW-bifreiðina. Bókin hét: Freisting Trump: Milljarðamæringurinn og þjónninn.
„Ég skrifaði alla bókina á einum sólarhring og tísti um ferlið jafnóðum. Og bókin setti netið á hliðina. Ég vaknaði morguninn eftir og þetta mest selda bókin á Amazon. Hún endaðist með seljast í miklu upplagi og fjallað var um hana á nánast öllum fréttamiðlum. Ég mætti meira að segja til Fox fréttastofunnar til að ræða bókina og laumaði. mér í útsendingu í kannabis-peysu. Ég laug því að þetta væri jólapeysa.“
Þá fór stríði virkilega á flug og Daniel gerði fátt annað en að áreita Trump á netinu. Svo byrjaði Trump að halda kosningafundi og Daniel ákvað að mæta á einn. Hann var fyrstur í röðinni til að komast á fundinn og hafði hann smyglað með sér mjög stóru glimmer-kynlífsleikfangi úr gúmmí sem hann ætlaði að henda upp á svið til Trump.
„Ég fletti upp hegningarlögunum, hversu lengi ég þurfti að sitja í fangelsi, hvort ég yrði sendur í fangelsi og hversu háa tryggingu ég þyrfti að borga til að komast úr gæsluvarðhaldi. Ég var tilbúinn.“
Honum var hleypt inn á fundinn enda hafði hann falið gerviliminn inni á buxum sínum og þannig smyglað honum inn. Hann var fyrstur í röðunni svo hann náði stað alveg upp við sviðið. Þá gerði hann mistök. Hann birti mynd af sviðinu á Twitter til að láta fylgjendur sína vita að eitthvað væri í vændum.
10 mínútum áður en Trump átti að stíga á svið finnur Daniel að það er potað í öxlina á honum. Fyrst hélt hann að þetta væri aðdáandi en nei. Þetta var leyniþjónustan. Hann var dreginn afsíðis og þar var Daniel yfirheyrður. Leyniþjónustan var með þykka möppu með sér þar sem mátti finna útprentun af öllu því sem Daniel hafði skrifað um Trump á netinu.
„Ég sagði bara: haha já ég er nettröll, ég kom hingað til að vera tröll.“
Eftir svona klukkustund af yfirheyrslu var honum sleppt enda hafði hann ekkert gert. Hann dreif sig þá heim og fannst þetta bara fyndið, fjallað var um þetta í fjölmiðlum og nokkrir tóku viðtal við hann.
Nokkrum dögum seinna sat Daniel heima þegar það er bankað á dyrnar. Daniel sagði við vin sinn í gríni að það væri nú fyndið ef þetta væri leyniþjónustan aftur.
„Þetta var leyniþjónustan. Þeir voru komnir til að gera húsleit“
Nokkrum tímum seinna hringdi mamma hans, leyniþjónustan hafði líka komið heim til foreldra hans til að framkvæma húsleit þar. Móðir hans samþykkti ekki húsleit og var þá færð til yfirheyrslu þar sem henni var tilkynnt að sonur hennar væri nú kominn í flugbann og mætti ekki kaupa sér eða eiga skotvopn næstu 2 árin. Hann er líka á sérstökum lista fyrir flugvelli um aðila sem gætu verið hættulegir svo í hvert sinn sem hann flýgur til annarra landa þarf hann að undirgangast strangari öryggisleit en gengur og gerist.
Svo er Trump kjörinn forseti og byrjaði fljótlega að blokka blaðamenn, sem þótti lagalega vafasamt fyrir svona háttsettan embættismann. Hann hafði blokkað Daniel fyrir löngu. Svo þegar Trump var gert að opna aftur fyrir blaðamenn á samfélagsmiðlum þá náði það ekki yfir Daniel.
Daniel hélt samt áfram að tröllast. Næst ákvað hann að sanna að hver sem er gæti orðið stjórnmálamaður. Hann gerðist bæjarstjóri í bænum Hell í Michigan og byrjaði á því að banna gagnkynhneigða til að hæðast að Trump. Hann var dreginn fyrir dóm nánast um leið.
Síðar fór hann og keypti bæinn og bannað ameríska fánann og sagði að eini fáninn leyfilegur í bænum hans væri hinsegin fáninn. Þetta var til að mótmæla því að Trump hafði bannað hinsegin fánann í bandarísku sendiráðunum.
ahead of pride month Trump’s administration put a ban on embassy’s flying pride flags.
so as of today, I am now the owner of Hell, Michigan. I bought the whole town.
And my first act as owner, I have renamed my town to Gay Hell, MI.
The only flags allowed to fly are pride. pic.twitter.com/AKOcZm2Jvm
— elijah daniel (@elijahdaniel) June 17, 2019
Daniel segist ekkert vera hættur að hæðast að Trump. Hann fékk sér til dæmis húðflúr af forsetannum að sjúga eggaldin. Þegar Trump bauð sig fram árið 2020 fékk hann aðdáendur K-popp bandsins BTS með sér í lið til að fylla skráningarlista á kosningafund hjá Trump sem leiddi til fámennasta funds sem Trump hefur haldið.
„Ég er líklega að gleyma einhverju en skilaboðin með þessari sögu er að ég er þrautseigt tröll og ég mun ásækja þennan mann þar til ég dey“
@elijahdaniel a decade of beef with Donald Trump, the #loredump youve been waiting for 💀 #lore ♬ original sound – Elijah Daniel