Mary K. Schlais, Teree Becker og Melonie White áttu að minnsta kosti þrennt sameiginlegt. Þær voru bandarískir ríkisborgarar, konur og allar voru þær myrtar.
Morðin á þeim voru óleyst þar til nýlega þegar tókst að leysa málin með aðstoð nýju tækninnar.
Í umfjöllun CNN um málið kemur fram að tæknin hafi orðið til þess að lögreglunni hafi tekist að leysa mörg morðmál, þar á meðal mál sem eru margra áratuga gömul.
Í stuttu máli þá gengur aðferðin út á að lögreglan leitar að ættingjum morðingja, sem hún hefur lífsýni úr, í gagnagrunnum. Með þessu er stundum hægt að rekja slóðina til morðingjans. Leit lögreglunnar er því miklu breiðari en áður og hún getur borið mikið magn upplýsinga saman.
Þegar lík Mary K. Schlais fannst við gatnamót í Wisconsin 1974 var strax ljóst að um morð var að ræða. En lögreglunni tókst ekki að leysa málið fyrr en nýlega þegar nýja aðferðin leiddi hana á slóð John Miller, sem er nú 84 ára.
Það sama á við um mál Teree Becker og Melonie White. Þær voru báðar myrtar en lögreglunni tókst ekki að leysa málin fyrr en nýlega og þá með nýju aðferðinni.