fbpx
Fimmtudagur 26.desember 2024
Pressan

Með nýrri tækni hefur tekist að upplýsa fjölda gamalla morðmála

Pressan
Þriðjudaginn 12. nóvember 2024 21:55

Mary Schlais

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í samstarfi við lögregluna hefur bandarísku samtökunum Project Justice tekist að leysa 41 gamalt morðmál. Þetta hefur tekist með nýrri DNA-tækni sem gerir lögreglunni kleift að rekja sig fram til morðingjanna.

Mary K. Schlais, Teree Becker og Melonie White áttu að minnsta kosti þrennt sameiginlegt. Þær voru bandarískir ríkisborgarar, konur og allar voru þær myrtar.

Morðin á þeim voru óleyst þar til nýlega þegar tókst að leysa málin með aðstoð nýju tækninnar.

Í umfjöllun CNN um málið kemur fram að tæknin hafi orðið til þess að lögreglunni hafi tekist að leysa mörg morðmál, þar á meðal mál sem eru margra áratuga gömul.

Í stuttu máli þá gengur aðferðin út á að lögreglan leitar að ættingjum morðingja, sem hún hefur lífsýni úr, í gagnagrunnum. Með þessu er stundum hægt að rekja slóðina til morðingjans. Leit lögreglunnar er því miklu breiðari en áður og hún getur borið mikið magn upplýsinga saman.

Þegar lík Mary K. Schlais fannst við gatnamót í Wisconsin 1974 var strax ljóst að um morð var að ræða. En lögreglunni tókst ekki að leysa málið fyrr en nýlega þegar nýja aðferðin leiddi hana á slóð John Miller, sem er nú 84 ára.

Það sama á við um mál Teree Becker og Melonie White. Þær voru báðar myrtar en lögreglunni tókst ekki að leysa málin fyrr en nýlega og þá með nýju aðferðinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 14 klukkutímum

Þess vegna er góð hugmynd að borða banana áður en farið er að sofa

Þess vegna er góð hugmynd að borða banana áður en farið er að sofa
Pressan
Fyrir 17 klukkutímum

Hann átti bara 20 dollara en keypti jólagjöf handa mömmu sinni fyrir 80 dollara – Svona tókst honum það

Hann átti bara 20 dollara en keypti jólagjöf handa mömmu sinni fyrir 80 dollara – Svona tókst honum það
Pressan
Í gær

Þess vegna áttu að setja skó í peningaskápinn á hótelinu

Þess vegna áttu að setja skó í peningaskápinn á hótelinu
Pressan
Í gær

Rússar fagna jóladagsárásunum sem forseti Úkraínu kallar ómannúðlegar

Rússar fagna jóladagsárásunum sem forseti Úkraínu kallar ómannúðlegar