Sérfræðingar Bettet Homes and Gardens nefna þrennt sem fólk ætti að þrífa oftar á veturna en á öðrum árstímum.
Í fyrsta lagi benda þeir á forstofugólfið því það er mikið notað og þar safnast drulla fyrir. Ekki má gleyma að þrífa dyramotturnar því þær safna í sig drullu sem getur síðan borist af þeim inn í húsið.
Gólf og teppi eru auðvitað eitthvað sem þarf að þrífa allt árið en það er sérstaklega mikilvægt á veturna. Það er nánast útilokað að maður beri ekki með sér drullu á skónum og inn í húsið. Þetta á sérstaklega við þegar það rignir eða snjóar.
Það ætti að þurrka blaut gólf eins fljótt og hægt er til að koma í veg fyrir slys og sópa eða þurrka drullu af þeim. Einnig er rétt að meðhöndla bletti á teppum á sama hátt til að varðveita fallegt útlit þeirra.
Sérfræðingarnir segja einnig að ábreiður og teppi séu meira notuð á veturna og það þýði að þau verði hratt skítug og því þurfi að þvo þau vikulega ef maður vill vera viss um að þau séu nægilega hrein.