Köngulær hér á landi eru hvorki hættulegar né stórar en samt sem áður eru margir hræddir við þær, skíthræddir, og þá kannski sérstaklega þegar þær leggja leið sína inn í svefnherbergið.
Margir vilja því halda þeim utan heimilisins en það er rétt að hafa í huga að köngulær eru nytjadýr því þær gegna mikilvægu hlutverki við að veiða flugur, mý og önnur skordýr. Þess vegna er óþarfi að drepa þær. Betra er að halda þeim frá húsinu og það er hægt með einföldum hætti að sögn Idenyt.
Það sem til þarf er til dæmis hvítvínsedik því sýrustig þess fælir köngulær frá. Með því að blanda ediki og vatni saman og sprauta í hornin í húsinu, er hægt að halda köngulóm fjarri.
Annað ráð er að setja kastaníur í gluggakistur eða með fram gólflistum því köngulóm fellur ekki við kastaníur.
Sítrónusafi virkar vel til að halda köngulóm fjarri. Ef maður nuddar sítrónu á þau svæði þar sem köngulær halda sig, þá er hægt að halda þeim fjarri því þeim fellur ekki við sítruslyktina.