Það er nú mismunandi eftir því um hvaða matvæli er að ræða, hvort það sé í lagi að neyta þeirra eftir síðasta söludag.
Ef það er komin mygla á brauð, þá er ekkert annað að gera en henda því öllu. Ástæðan er að myglugróin dreifa sér hratt um mjúkt brauð og það er ekki þess virði að taka sénsinn og gera magann að tilraunadýri með því að borða það.
Ef það eru komnir myglublettir á harðan ost, þá er nóg að skera 2-3 cm þykkt stykki, þar sem myglublettirnir eru á kantinum, af. Þá er óhætt að borða hann.
Ef kálið lítur út eins og það hafi átt sérstaklega slæman dag og er mjög slappt, þá er bara að skella því í ískalt vatn í 10-15 mínútur. Það hressir mjög oft upp á kálblöðin. En ef kálið er orðið brúnt eða lyktar undarlega, þá er ekkert annað að gera en henda því.
Ef það er komin undarleg lykt af mjólkurvörum, þá er ekkert annað að gera en að henda þeim.
Ef kjötálegg er orðið slímugt eða lyktar eins og ruslahaugur, þá er svo sannarlega kominn tími til að henda því.
Þegar kemur að mat, þá eru skilningarvitin bestu vinir þínir. Ef eitthvað lítur út fyrir að vera vafasamt eða lyktar undarlega, þá skaltu bara henda því.