fbpx
Þriðjudagur 12.nóvember 2024
Pressan

Sjónvarpsmaðurinn segir demókrötum að þess vegna hafi þeir tapað – „lítið í spegil“

Pressan
Sunnudaginn 10. nóvember 2024 11:37

Screenshot

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjónvarpsmaðurinn Bill Maher segir demókrötum að líta í eigin barm eftir að frambjóðandi þeirra tapaði í forsetakosningunum gegn Donald Trump.

„Mikið af fólk er í uppnámi, en vitið þið hvað? Ég opnaði gluggann minn í morgun og sólin skein enn, fuglarnir enn syngjandi…. garðyrkjumaðurinn minn var byrjaður að pakka niður áður en hann verður sendur aftur til Mexíkó. Það var eitthvað annað. Ég kaus ekki sigurvegarann en við munum sjá hvað sigurvegararnir gera núna. Nú blasir raunveruleikinn við og við munum sjá hvað þeir gera. Hvort þeir efna loforðin sín. “

Maher rakti að Trump hafi lofað því að brottvísa 12 milljón innflytjendum. Þó liggi ekki fyrir hvernig hann sjái fyrir sér framkvæmdina, að koma á einu breytti 12 milljónum aftur til Mexíkó. En líklega hafi Trump skilið eftir göt í landamæravegg sínum fyrir ástæðu.

Maher hafði svo skilaboð til demókrata:

„Skilaboðin mín til þeirra sem töpuðu, taparar lítið í spegilinn. Viljið þið það ekki? Þið ættuð kannski að gera það. Það er mín tilfinning. Taparar lítið í spegil.

Ég meina, mánuðum saman hafa demókratar spurt sig hvernig gæti mögulega verið svona mjótt á munum milli frambjóðendanna.

Og þeir höfðu rétt fyrir sér, það var ekki mjótt á munum. Þeir gátu bara ekki ímyndað sér annað kjörtímabil Trump, en þau hefðu átt að gera það. Hvenær hafa Bandaríkjamenn nokkurn tímann neitað því að fá sér aftur á diskinn? Í alvöru sko. Þetta eru bara staðreyndir.

Trump sigraði í öllum sveifluríkjunum, öllum sjö. Með miklum yfirburðum. Trump vann með svo miklum mun að í dag hringdi hann í innanríkisráðherra Georgíu-ríkis og bað hann um að týna 11 þúsund atkvæðum.“

Trump hafi tekist að halda atkvæðum þeirra sem kusu hann áður og auk þess bæta við sig nýjum kjósendum. Það sem furðulegra sé er að hann bætti við sig fylgi í óvæntum hópum kjósenda.

„Hann stóð sig betur hjá nánast öllum kjósendahópum. Samkvæmt útgönguspám náði hann til 52% hvítra kvenna. Hann fékk líka atkvæðin frá þeim.“

Maher tók fram að kosningarnar í ár hafi snúist um nokkuð sem hann hafi áður vakið athygli á, við litlar vinsældir margra aðdáenda hans.

„Að þetta land sé komið með nóg af óskynsemishyggju og „vók“ bulli.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Norður-kóresku hermennirnir í Rússlandi fengu loks óheftan aðgang að netinu – með fyrirsjáanlegum afleiðingum

Norður-kóresku hermennirnir í Rússlandi fengu loks óheftan aðgang að netinu – með fyrirsjáanlegum afleiðingum
Pressan
Í gær

Þetta ættir þú að þrífa oftar á veturna

Þetta ættir þú að þrífa oftar á veturna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Leitin að þessum einstaka bíl stóð yfir áratugum saman

Leitin að þessum einstaka bíl stóð yfir áratugum saman
Pressan
Fyrir 2 dögum

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ fær að finna fyrir reiði kvenna

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ fær að finna fyrir reiði kvenna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Móðir opnaði fyrir trúði og var myrt – Gerandinn enn ófundinn

Móðir opnaði fyrir trúði og var myrt – Gerandinn enn ófundinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Grúskari datt í lukkupottinn

Grúskari datt í lukkupottinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Af hverju roðnum við?

Af hverju roðnum við?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Konur eru líklegri en karlar til að deyja af völdum fylgikvilla eftir hjartaaðgerð

Konur eru líklegri en karlar til að deyja af völdum fylgikvilla eftir hjartaaðgerð