Norður Kórea hefur sent þúsundir hermanna sinna til Rússlands til að aðstoða þá í stríði þeirra gegn Úkraínu.
Fréttamiðlar greina nú frá því að óvænt vandamál hafi komið upp meðal norður-kóresku hermannanna. Þeir hafi nú í fyrsta sinn fengið óheftan aðgang að Internetinu og þar með uppgötvað klám.
Dálkahöfundur Financial Times, Gideon Rachman greindi frá því á dögunum að hermennirnir væru að hámhorfa á klám á herstöðvunum. Þeir hafi aldrei fengið þetta óheft aðgengi að netinu áður. Vísaði dálkahöfundurinn til áreiðanlegra heimilda.
A usually reliable source tells me that the North Korean soldiers who have deployed to Russia have never had unfettered access to the internet before. As a result, they are gorging on pornography.
— Gideon Rachman (@gideonrachman) November 5, 2024
Talsmaður bandaríska varnarmálaráðuneytisins sagðist þó ekki geta staðfest neitt um hvað norður-kóresku hermennirnir eru að gera í frítíma sínum í Rússlandi. Spurningum um netnotkun þeirra ætti heldur að vera beint til Rússlands.
Háttsettir embættismenn og valdamenn innan hersins hafa fullan aðgang að netinu í Norður-Kórenu, en almennir borgarar fá aðeins aðgang að netkerfinu Kwangmyong sem er eina löglega netþjónusta landsins. Þar má finna marga eldveggi og lokanir. Til dæmis komst landsmenn ekki á neinar erlendar vefsíður, geta ekki nálgast erlenda fjölmiðla í raun ekkert nema það sem stjórnvöld vilja að þau sjá sem einkennist þá oftast af miklum áróðri.
Hermennirnir hafa undanfarið dvalið í þjálfunarbúðum og hafa myndir birst af þeim þar.
Eitthvað af hermönnunum hefur barist á vígstöðvum í Kursk í Rússlandi. Talið er að norður-kóresku hermennirnir þar séu um 11 þúsund talsins. Ekki hafa fengist staðfestar fregnir af hermönnunum í beinum átökum í Úkraínu en myndbönd eru nú komin í dreifingu þar sem meintur rússneskur stríðsfangi greinir frá því að hafa gefist upp eftir að norður-kóresku hermennirnir fóru að skjóta á Rússa þar sem þeir áttu erfitt með að greina þá frá Úkraínumönnum.