Með einu biti dældi slangan út 5,2 grömmum af eitri. Það er þrefalt það magn sem slöngur af þessari tegund framleiða venjulega. Myndi þetta magn duga til að drepa 400 manns að sögn talsmanna dýragarðsins.
Billy Collett, rekstrarstjóri dýragarðsins, sagði Live Science að umrædd slanga sé ein sú hættulegasta í dýragarðinum og sé þekkt fyrir að vera algjörlega óútreiknanleg og starfsfólkið sé því alltaf á tánum nærri henni.
Þessi slöngutegund er ein sú eitraðasta sem til er. Þær halda sig á strandsvæðum í norður- og austurhluta Ástralíu og verða venjulega um tveggja metra langar.