fbpx
Þriðjudagur 12.nóvember 2024
Pressan

„Mjólkuðu“ eitur sem dugir til að drepa 400 manns úr eiturslöngu

Pressan
Sunnudaginn 10. nóvember 2024 09:00

Hér er hún „mjólkuð“. Mynd: Australian Reptile Park

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eiturslanga ein, af ættinni Oxyuranus scutellatus, sem er haldið fanginni í Australian Reptile Park dýragarðinum í Sydney í Ástralíu setti nýlega heimsmet. Þá var eitur „mjólkað“ úr henni og úr þessari einu „mjólkun“ fékkst nóg eitur til að drepa 400 manns. Þetta er nýtt heimsmet.

Með einu biti dældi slangan út 5,2 grömmum af eitri. Það er þrefalt það magn sem slöngur af þessari tegund framleiða venjulega. Myndi þetta magn duga til að drepa 400 manns að sögn talsmanna dýragarðsins.

Billy Collett, rekstrarstjóri dýragarðsins, sagði Live Science að umrædd slanga sé ein sú hættulegasta í dýragarðinum og sé þekkt fyrir að vera algjörlega óútreiknanleg og starfsfólkið sé því alltaf á tánum nærri henni.

Þessi slöngutegund er ein sú eitraðasta sem til er. Þær halda sig á strandsvæðum í norður- og austurhluta Ástralíu og verða venjulega um tveggja metra langar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Norður-kóresku hermennirnir í Rússlandi fengu loks óheftan aðgang að netinu – með fyrirsjáanlegum afleiðingum

Norður-kóresku hermennirnir í Rússlandi fengu loks óheftan aðgang að netinu – með fyrirsjáanlegum afleiðingum
Pressan
Í gær

Þetta ættir þú að þrífa oftar á veturna

Þetta ættir þú að þrífa oftar á veturna
Pressan
Í gær

Leitin að þessum einstaka bíl stóð yfir áratugum saman

Leitin að þessum einstaka bíl stóð yfir áratugum saman
Pressan
Fyrir 2 dögum

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ fær að finna fyrir reiði kvenna

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ fær að finna fyrir reiði kvenna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Móðir opnaði fyrir trúði og var myrt – Gerandinn enn ófundinn

Móðir opnaði fyrir trúði og var myrt – Gerandinn enn ófundinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Grúskari datt í lukkupottinn

Grúskari datt í lukkupottinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Af hverju roðnum við?

Af hverju roðnum við?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Konur eru líklegri en karlar til að deyja af völdum fylgikvilla eftir hjartaaðgerð

Konur eru líklegri en karlar til að deyja af völdum fylgikvilla eftir hjartaaðgerð