fbpx
Föstudagur 27.desember 2024
Pressan

Martröð á hrekkjavöku – Hjón myrtu hvort annað á meðan 11 ára sonur þeirra spilaði tölvuleiki í næsta herbergi

Pressan
Sunnudaginn 10. nóvember 2024 17:45

Mynd/GoFundMe

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólýsanlegur harmleikur átti sér stað á hrekkjavökunni þann 31. október í Washington.

Þar settist 11 ára drengur niður, setti heyrnartól í eyrun á sér og spilaði tölvuleiki. Hann tók ekki eftir neinu óeðlilegu. Þegar hann tók af sér heyrnartólin og fór að vitja foreldra sinna kom hann að þeim báðum látnum.

Lögregla telur að komið hafi til átaka milli foreldranna og þau ráðið hvort annað af dögum. Ekki er vitað hver átti upptökin en faðir drengsins.

Faðirinn Antonio Alvarado Saenz, 38 ára, hafði verið stunginn ítrekað í brjóstkassa með eggvopni og móðirin , Cecilia Robles Ochoa, 39 ára, lést eftir að hafa bæði verið stungin og skotin.

Drengurinn hringdi á neyðarlínuna þegar hann kom að foreldrum sínum, liggjandi í blóði sínu, á eldhúsgólfinu.

Bæði voru úrskurðuð látin á vettvangi. Rannsóknarlögreglumenn greina frá því að hjónin hafi glímt við erfiðleika og ætluðu sér að skilja að borði og sæng.

 New York Post greinir frá

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 17 klukkutímum

Þess vegna er góð hugmynd að borða banana áður en farið er að sofa

Þess vegna er góð hugmynd að borða banana áður en farið er að sofa
Pressan
Fyrir 20 klukkutímum

Hann átti bara 20 dollara en keypti jólagjöf handa mömmu sinni fyrir 80 dollara – Svona tókst honum það

Hann átti bara 20 dollara en keypti jólagjöf handa mömmu sinni fyrir 80 dollara – Svona tókst honum það
Pressan
Í gær

Þess vegna áttu að setja skó í peningaskápinn á hótelinu

Þess vegna áttu að setja skó í peningaskápinn á hótelinu
Pressan
Í gær

Rússar fagna jóladagsárásunum sem forseti Úkraínu kallar ómannúðlegar

Rússar fagna jóladagsárásunum sem forseti Úkraínu kallar ómannúðlegar