fbpx
Fimmtudagur 26.desember 2024
Pressan

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ fær að finna fyrir reiði kvenna

Pressan
Sunnudaginn 10. nóvember 2024 14:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fljótlega eftir að Donald Trump var kjörinn forseti Bandaríkjanna að nýju fór ógnvekjandi bylgja af stað á samfélagsmiðlum. Þar var konum tilkynnt að nú hefðu þær ekki lengur vald yfir eigin líkama heldur væri valdið í höndum karlmanna.

Setningin: „Þinn líkami, mitt val“ fór á flug og gætu margir haldið að þar væru Trumpistar að vísa til umræðunnar um þungunarrof, enda hafa konur barist fyrir þeim réttindum undir slagorðinu: Minn líkami, mitt val. En nei svo var ekki.

Það var nýnastistinn Nicholas J. Fuentes sem kom með þessa setningu og vísaði til þess að nú hefðu karlar fengið völdin yfir konum.

„Hey, við ráðum yfir líkama ykkar. Vitið þið bara hvað? Karlar vinna, aftur. Ok? Karlmenn vinna aftur. Og já við ráðum yfir líkama ykkar. Hæ ég er repúblikana þingmaður ykkar og það er: Þinn líkami, mitt val. Og menn vinna aftur. Kona verður aldrei nokkurn tímann forseti. Aldrei. Þetta er búið spil. Glerþak? Nei þetta er þak sem er búið til úr múrsteinum. Þið getið aldrei brotið það. Heimskulegu andlitin ykkar klessa bara ítrekað á múrsteinaþakið. Við munum halda ykkur undirokuðum að eilífu. Þið munið aldrei stjórna ykkar eigin líkama. Þið verðið aldrei forseti stórveldisins. Aldrei að fara að gerast, elskan. Ykkar líkami, okkar val.“

Aðdáendur Fuentes voru fljótir að koma þessu í dreifingu og mátti finna þar beinar hótanir um kynferðisbrot, þvinguð hjónabönd og þvingaðar þunganir. Gervigreindarmyndir fóru á flug sem sýndu konur, óléttar í eldhúsum.

Kennarar greindu frá því að barnungir drengir væru að garga þessi skilaboð á bekkjarsystur sínar í grunnskólum. Konum var gróflega misboðið og töldu að skáldsagan Saga þernunnar væri að raungerast fyrir framan þær. Margar fóru að tala um að vopnavæðast til að berjast gegn þeim sem haldi að Trump í Hvíta húsinu þýði að það sé nú löglegt að nauðga.

Aðrir bentu á að þarna væru konur að bregðast of harkalega við nettrölli, en Fuentes er ekki hið hefðbundna nettröll. Hann er áhrifavaldur sem nýtur mikilla vinsælda meðal samfélags ungra karlmanna sem telja sig hlunnfarna af konum, eða svokallaðra Incels. Hann nýtur svo mikilla áhrifa meðal öfga hægri manna að honum hefur verið boðið í mat heim til Trump.

Konur og stuðningsmenn þeirra létu þetta þó ekki ganga yfir sig þegjandi og hljóðalaust og hefur Fuentes nú verið „doxxaður“ eins og það er kallað. Það felst í því að persónuupplýsingar hans eru komnar í dreifingu svo fólk geti áreitt hann bæði á netinu og í raunheimum. Það er búið að deila heimilisfangi hans svo dæmi séu tekin.

Meðal annars er búið að skrá heimili hans sem viðkomustað fyrir ferðamenn eða almenningsklósett á kortum Google. Þar hafa konur og fleiri skilið eftir umsagnir og birt mynd af húsinu.

Fuentes hefur reynt að berjast gegn þessu með því að borga Google til gera hús hans ógreinanlegt á 360 gráðu korti sínu. Konur hafa þó bent á að það geri staðsetninguna enn augljósari þar sem um eina afmáða húsið í götu hans er um að ræða. Hann hefur eins skipt um símanúmer.

Fuentes hefur sjálfur lýst sér sem skírlífum að eigin vali, eða volcel, enda hatar hann konur svo mikið að honum finnst samkynhneigt að sænga hjá þeim. Það gagnkynhneigðasta í heimi sé að vera eykynhneigður incel maður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 20 klukkutímum

Með þessu getur þú gert morgnana þína enn betri

Með þessu getur þú gert morgnana þína enn betri
Pressan
Fyrir 21 klukkutímum

„Ódýr“ jólagjöf foreldranna til barnanna sló svo sannarlega í gegn

„Ódýr“ jólagjöf foreldranna til barnanna sló svo sannarlega í gegn
Pressan
Fyrir 22 klukkutímum

Þess vegna á ekki að skræla kartöflur áður en þær eru soðnar eða bakaðar

Þess vegna á ekki að skræla kartöflur áður en þær eru soðnar eða bakaðar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hér á aldrei að hafa jólatréð – Fallegasti staðurinn getur verið sá hættulegasti

Hér á aldrei að hafa jólatréð – Fallegasti staðurinn getur verið sá hættulegasti
Pressan
Fyrir 3 dögum

Albatrosinn Wisdom er 74 ára og nýbúin að finna sér nýja maka og verpa enn einu sinni

Albatrosinn Wisdom er 74 ára og nýbúin að finna sér nýja maka og verpa enn einu sinni