AP segir frá því að leit að bílnum hafi staðið yfir áratugum saman en hann fannst loksins í Finnlandi. Samningaviðræður um að fá bílinn aftur til Póllands tóku nokkur ár en hann er nú loksins kominn fyrir sjónir almennings á safni í bænum Otrebusy.
Bíllinn sem um ræðir er 1951 árgerð af Warszawa M-20 og var fyrsti eigandi hans Konstantin Rokossovsky, varnarmálaráðherra Póllands. Sem kunnugt er var Pólland hluti af Austurblokkinni svokölluðu eftir seinna stríð en Konstantin var háttsettur herforingi í sovéska rauða hernum þegar síðari heimsstyrjöldin stóð yfir.
Forsvarsmenn FSO reyndu að fá bílinn aftur til sín á áttunda áratug síðustu aldar og buðu hverjum þeim sem gæti komið honum til fyrirtækisins splunkunýjan bíl í staðinn. Enginn gaf sig fram þó að þetta hefði verið á tíma þar sem ökutækjaeign var ekki mjög almenn og bílar í raun lúxusgripir.
Bíllinn fannst svo í Finnlandi í eigu fjölskyldu finnska ökuþórsins Rauno Aaltonen og tók það um tvö ár að ná samningum við fjölskylduna um kaup á bílnum. Það hafðist að lokum og er bíllinn kominn aftur til Póllands.