fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
Pressan

Hversu mörgum dýrategundum hafa menn útrýmt?

Pressan
Sunnudaginn 10. nóvember 2024 07:30

Tveir af síðustu Tasmaníutígrunum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dýrategundir deyja svo hratt út að vísindamenn geta ekki haldið í við að skrá þetta allt. Við mennirnir erum ansi góðir í að útrýma dýrategundum og má þar nefna dodo, Tasmaníu tígurinn og geirfuglinn.

En hversu mörgum dýrategundum höfum við mennirnir útrýmt?

Þessari spurningu var varpað fram á vef Live Science. Þar kemur fram að vísindamenn hafi ekki nákvæmt svar við þessu og það er í raun erfitt að finna svar við þessu. Það gæti þó verið mörg hundruð þúsund tegundir.

Ef litið er á þær dýrategundir sem vitað er með vissu að hafi dáið út síðan 1500 þá eru þær 777 talsins. Sumar þessara tegunda dóu hugsanlega út af náttúrulegum orsökum en hjá flestum komu menn við sögu.

Mannkynið byrjaði að setja mark sitt á útrýmingar tegunda fyrir mörg þúsund árum en þá voru auðvitað engir vísindamenn til að rannsaka þetta og þar sem mikil óvissa ríkir um útrýmingar tegunda nú á dögum, þá var sjónunum aðeins beint að um síðustu 500 árum í umfjöllun Live Science.

Í rannsókn, sem birtist í vísindaritinu Biological Reviews 2022, kemur fram að hugsanlega hafi 150.000 til 260.000 af öllum þekktum tegundum dáið út síðan um 1500.

Það er því mikil óvissa um fjöldann en þó er ljóst að margar tegundir hafa dáið út vegna áhrifa okkar mannanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Myndbirting Madonnu vekur reiði – „Klikkað virðingarleysi“

Myndbirting Madonnu vekur reiði – „Klikkað virðingarleysi“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hinsta gjöf eiginkonunnar – „Litlar líkur eru á að ég lifi ein jól enn“

Hinsta gjöf eiginkonunnar – „Litlar líkur eru á að ég lifi ein jól enn“
Pressan
Fyrir 6 dögum

Svona mikið dökkt súkkulaði er hægt að borða áður en neyslan verður óholl

Svona mikið dökkt súkkulaði er hægt að borða áður en neyslan verður óholl
Pressan
Fyrir 6 dögum

Spænskt meistaraverk fannst eftir að hafa ekki sést í rúma öld

Spænskt meistaraverk fannst eftir að hafa ekki sést í rúma öld