fbpx
Þriðjudagur 12.nóvember 2024
Pressan

Hversu mörgum dýrategundum hafa menn útrýmt?

Pressan
Sunnudaginn 10. nóvember 2024 07:30

Tveir af síðustu Tasmaníutígrunum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dýrategundir deyja svo hratt út að vísindamenn geta ekki haldið í við að skrá þetta allt. Við mennirnir erum ansi góðir í að útrýma dýrategundum og má þar nefna dodo, Tasmaníu tígurinn og geirfuglinn.

En hversu mörgum dýrategundum höfum við mennirnir útrýmt?

Þessari spurningu var varpað fram á vef Live Science. Þar kemur fram að vísindamenn hafi ekki nákvæmt svar við þessu og það er í raun erfitt að finna svar við þessu. Það gæti þó verið mörg hundruð þúsund tegundir.

Ef litið er á þær dýrategundir sem vitað er með vissu að hafi dáið út síðan 1500 þá eru þær 777 talsins. Sumar þessara tegunda dóu hugsanlega út af náttúrulegum orsökum en hjá flestum komu menn við sögu.

Mannkynið byrjaði að setja mark sitt á útrýmingar tegunda fyrir mörg þúsund árum en þá voru auðvitað engir vísindamenn til að rannsaka þetta og þar sem mikil óvissa ríkir um útrýmingar tegunda nú á dögum, þá var sjónunum aðeins beint að um síðustu 500 árum í umfjöllun Live Science.

Í rannsókn, sem birtist í vísindaritinu Biological Reviews 2022, kemur fram að hugsanlega hafi 150.000 til 260.000 af öllum þekktum tegundum dáið út síðan um 1500.

Það er því mikil óvissa um fjöldann en þó er ljóst að margar tegundir hafa dáið út vegna áhrifa okkar mannanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Norður-kóresku hermennirnir í Rússlandi fengu loks óheftan aðgang að netinu – með fyrirsjáanlegum afleiðingum

Norður-kóresku hermennirnir í Rússlandi fengu loks óheftan aðgang að netinu – með fyrirsjáanlegum afleiðingum
Pressan
Í gær

Þetta ættir þú að þrífa oftar á veturna

Þetta ættir þú að þrífa oftar á veturna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Leitin að þessum einstaka bíl stóð yfir áratugum saman

Leitin að þessum einstaka bíl stóð yfir áratugum saman
Pressan
Fyrir 2 dögum

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ fær að finna fyrir reiði kvenna

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ fær að finna fyrir reiði kvenna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Móðir opnaði fyrir trúði og var myrt – Gerandinn enn ófundinn

Móðir opnaði fyrir trúði og var myrt – Gerandinn enn ófundinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Grúskari datt í lukkupottinn

Grúskari datt í lukkupottinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Af hverju roðnum við?

Af hverju roðnum við?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Konur eru líklegri en karlar til að deyja af völdum fylgikvilla eftir hjartaaðgerð

Konur eru líklegri en karlar til að deyja af völdum fylgikvilla eftir hjartaaðgerð