fbpx
Fimmtudagur 26.desember 2024
Pressan

Fyrrum ráðunautur Obama varpar sprengju um ósigur demókrata – „Það felst ákveðin fyrirlitning í slíku, ómeðvituð fyrirlitning“

Pressan
Sunnudaginn 10. nóvember 2024 20:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

David Axelrod segir demókrata hafa gleymt því hverjum flokkurinn á að þjóna og þar með fælt frá sér stóran hluta kjósenda – verkalýðinn- sem hafi litla þolinmæli fyrir snobbinu sem hafi tekið völdin í flokknum. 

David Axelrod er pólitískur ráðgjafi sem meðal annars var einn helsti heilinn á bak við kosningabaráttu Barack Obama, fyrrum Bandaríkjaforseta.

Hann hefur nú komið fram með athyglisverða kenningu um hvers vegna demókratar töpuðu fyrir Donald Trump.

„Ég hef virkilega áhyggjur af því hvernig demókrataflokkurinn tengir við kjósendur úr verkalýð þessa lands,“ sagði Axelrod í samtali við fréttamanninn Anderson Cooper hjá CNN.

„Eini kjósendahópurinn í þessu kosningum sem demókratar bættu fylgi sitt hjá voru hvítir háskólamenntaðir kjósendur. En meðal verkalýðsins varð mikið fylgistap.“

Demókratar hafi höfðað til tekjuhárra einstaklinga, til menntaðra einstaklinga. Það sé ekki leiðin að sigri, hvað þá fyrir flokk sem vill vera talinn flokkur vinnandi fólks. Axelrod telur demókrata illa haldna af menntasnobbi.

„Þú getur ekki nálgast vinnandi fólk eins og einhver trúboði sem segir: Við erum hingað komin til að hjálpa þér að verða meira eins og við. Það felst ákveðin fyrirlitning í slíku, ómeðvituð fyrirlitning.“

Axelrod tók fram að Joe Biden, Bandaríkjaforseti, hafi gert góða hluti fyrir vinnandi fólk en á sama tíma hafi flokkurinn fengið á sig yfirbragð menntaelítu sem sé fráhrindandi.

„Flokkurinn sjálfur er í meiri mæli orðinn flokkur gáfnaljósa, úthverfafólks, háskólamenntaðra, og það opnar leiðina fyrir það bakslag sem við erum að verða vitni að.“

Þingmaður demókrata, Robert Garcia, hefur viðrað sambærilega skoðun. Hann sagði í samtali við CNN:

„Það er mikil vinna framundan til að tryggja að við séum að ná til fólksins sem demókrataflokkurinn stendur fyrir, þetta er flokkur vinnandi fólks, þetta er flokkur sem styður við innflytjendur, þetta er flokkur sem styður félagslega aðstoð.“

Huffpost greinir frá

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Nokkrir sögulegir atburðir sem gerðust um jól

Nokkrir sögulegir atburðir sem gerðust um jól
Pressan
Í gær

Hvað gerist í líkamanum ef þú drekkur eitt vínglas á hverju kvöldi?

Hvað gerist í líkamanum ef þú drekkur eitt vínglas á hverju kvöldi?
Pressan
Í gær

Sonurinn skoðaði gamalt jólakort fjölskyldunnar – Sá undarlegan hlut á því – Sérð þú það sem hann sá?

Sonurinn skoðaði gamalt jólakort fjölskyldunnar – Sá undarlegan hlut á því – Sérð þú það sem hann sá?
Pressan
Í gær

Martröð á jólum sem endaði með björgunaraðgerð í anda hasarmynda

Martröð á jólum sem endaði með björgunaraðgerð í anda hasarmynda
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hér borðar fólk skyndibita á aðfangadagskvöld – „Ég held nánast að það sé bara í eðli okkar“

Hér borðar fólk skyndibita á aðfangadagskvöld – „Ég held nánast að það sé bara í eðli okkar“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ný rannsókn sýnir tengsl á milli skjátíma og andlegs heilbrigðis barna

Ný rannsókn sýnir tengsl á milli skjátíma og andlegs heilbrigðis barna