fbpx
Föstudagur 01.nóvember 2024
Pressan

Greiða 14 milljarða í bætur eftir ásiglingu á brú

Pressan
Föstudaginn 1. nóvember 2024 06:33

Frá slysstað í Baltimore. Mynd:Amaury Laporte/Flickr

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eigendur flutningaskipsins Dali sömdu nýlega við bandarísk yfirvöld um að greiða 100 milljónir dollara, það svarar til rúmlega 14 milljarða íslenskra króna, vegna ásiglingar skipsins á brú í Baltimore í mars en sex manns létust þá.

The Independent segir að það sé fyrirtækið Grace Ocean Private Ltd sem eigi skipið en fyrirtækið er í eigu Synergy Marine Group.

Bandarísk yfirvöld höfðu stefnt útgerðinni fyrir dóm vegna málsins og ákvað fyrirtækið að ganga til samninga við yfirvöld í stað þess að takast á við þau fyrir dómi.

Grace Ocean Private Ltd og Synergy Marine Group eru skráð í Singapore.

Talsmaður yfirvalda sagði að samningurinn tryggi að eigendur skipsins beri kostnaðinn af björgunaraðgerðum og hreinsunarstarfi á slysstað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hent úr pallborði CNN fyrir yfirgengilega hótun í beinni útsendingu – Fær aldrei að koma aftur í viðtal

Hent úr pallborði CNN fyrir yfirgengilega hótun í beinni útsendingu – Fær aldrei að koma aftur í viðtal
Pressan
Fyrir 3 dögum

Starfsfólk sjúkrahúss horfði á unga konu deyja – Héldu að hún væri sofandi

Starfsfólk sjúkrahúss horfði á unga konu deyja – Héldu að hún væri sofandi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hættulegt að vera vísindamaður í Rússlandi um þessar mundir

Hættulegt að vera vísindamaður í Rússlandi um þessar mundir
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Ferðatöskumorðinginn“ sakfelld

„Ferðatöskumorðinginn“ sakfelld