The Independent segir að það sé fyrirtækið Grace Ocean Private Ltd sem eigi skipið en fyrirtækið er í eigu Synergy Marine Group.
Bandarísk yfirvöld höfðu stefnt útgerðinni fyrir dóm vegna málsins og ákvað fyrirtækið að ganga til samninga við yfirvöld í stað þess að takast á við þau fyrir dómi.
Grace Ocean Private Ltd og Synergy Marine Group eru skráð í Singapore.
Talsmaður yfirvalda sagði að samningurinn tryggi að eigendur skipsins beri kostnaðinn af björgunaraðgerðum og hreinsunarstarfi á slysstað.