fbpx
Föstudagur 01.nóvember 2024
Pressan

Fjarlægðu stórt heilaæxli í gegnum augabrún

Pressan
Föstudaginn 1. nóvember 2024 20:30

Frá skurðstofu sem tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Taugaskurðlæknirinni Anastasios Giamouriadis, sem starfar í Aberdeen í Skotlandi, hefur þróað nýja tækni til að fjarlægja heilaæxli. Hann fjarlægir þau í gegnum augabrúnirnar og skilur aðgerðin aðeins eftir sig lítið ör og glóðarauga.

Sky News skýrir frá þessu og segir að talið sé að hann sé frumkvöðull á þessu sviði. Sumar aðgerðirnar taka aðeins þrjár klukkustundir og sumir sjúklinganna geta yfirgefið sjúkrahúsið eftir um sólarhring og snúið aftur til vinnu eftir nokkra daga.

Giamouriadis sagði í samtali við Sky News að þegar þessi aðferð sé notuð, sé hægt að vekja sjúklingana strax að aðgerð lokinni og stundum fari þeir heim næsta dag en vitað sé að bati sjúklinga sé hraðari og betri ef þeir eru heima hjá sér.

Hann beitir aðferðinni við æxlum í framhluta heilans en venjulega þarf skurðlæknir að fjarlægja stóran hluta af höfuðkúpunni til að ná slíkum æxlum. Í slíkum aðgerðum er hluti heilans óvarinn.

Giamouradis segir að aðferðin sem hann beiti sé ekki ný en hann hafi breytt henni og aðlagað til að veita honum „meira rými í gegnum augabrúnina“ og þannig gera honum kleift að „fjarlægja mjög stór heilaæxli“.

Hann segir þessa aðferð vera „gjörbyltingu“. Í stað þess að fólk fái stórt ör á ennið, þá fái það aðeins smávegis ör nú.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Sáu strax í gegnum ævintýralegt morðsamsæri eiginmannsins og au pair stúlkunnar

Sáu strax í gegnum ævintýralegt morðsamsæri eiginmannsins og au pair stúlkunnar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hvernig veit hundurinn þinn hvenær er kominn tími til að borða eða fara út í göngutúr?

Hvernig veit hundurinn þinn hvenær er kominn tími til að borða eða fara út í göngutúr?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kínverjar heita gagnaðgerðum

Kínverjar heita gagnaðgerðum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Læknir skýrir frá athyglisverðri þróun hjá körlum – Getnaðarlimurinn fer stækkandi

Læknir skýrir frá athyglisverðri þróun hjá körlum – Getnaðarlimurinn fer stækkandi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hættulegt að vera vísindamaður í Rússlandi um þessar mundir

Hættulegt að vera vísindamaður í Rússlandi um þessar mundir
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Ferðatöskumorðinginn“ sakfelld

„Ferðatöskumorðinginn“ sakfelld