Sky News skýrir frá þessu og segir að talið sé að hann sé frumkvöðull á þessu sviði. Sumar aðgerðirnar taka aðeins þrjár klukkustundir og sumir sjúklinganna geta yfirgefið sjúkrahúsið eftir um sólarhring og snúið aftur til vinnu eftir nokkra daga.
Giamouriadis sagði í samtali við Sky News að þegar þessi aðferð sé notuð, sé hægt að vekja sjúklingana strax að aðgerð lokinni og stundum fari þeir heim næsta dag en vitað sé að bati sjúklinga sé hraðari og betri ef þeir eru heima hjá sér.
Hann beitir aðferðinni við æxlum í framhluta heilans en venjulega þarf skurðlæknir að fjarlægja stóran hluta af höfuðkúpunni til að ná slíkum æxlum. Í slíkum aðgerðum er hluti heilans óvarinn.
Giamouradis segir að aðferðin sem hann beiti sé ekki ný en hann hafi breytt henni og aðlagað til að veita honum „meira rými í gegnum augabrúnina“ og þannig gera honum kleift að „fjarlægja mjög stór heilaæxli“.
Hann segir þessa aðferð vera „gjörbyltingu“. Í stað þess að fólk fái stórt ör á ennið, þá fái það aðeins smávegis ör nú.