fbpx
Þriðjudagur 12.nóvember 2024
Pressan

Grúskari datt í lukkupottinn

Pressan
Laugardaginn 9. nóvember 2024 20:30

Frá Dublin á Írlandi. Mynd:Getty. Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir um ári var Brian Cleary, lyfsali og mikill áhugamaður um sagnfræði og bókmenntir, einu sinni sem oftar að grúska í gömlum bókum og blöðum á Landsbókasafninu í Dublin, höfuðborg Írlands. Brian datt heldur betur í lukkupott grúskarans og fann nokkuð sem hafði mikið sögulegt gildi og hafði ekki verið uppgötvað áður, týnda smásögu eftir einn af helstu bókmenntarisum sögunnar, sjálfan skapara Drakúla greifa, Bram Stoker.

Vefmiðilinn All That´s Interesting greinir frá þessu.

Cleary var að fletta gömlu eintaki af dagblaðinu Dublin Daily Express og rakst þá á auglýsingu þar sem minnst var á smásöguna Gibbet Hill eftir Bram Stoker. Cleary er mikill aðdáandi Stoker en kannaðist ekki við þessa sögu. Hann leitaði til sérfræðinga um verk Stoker sem könnuðust heldur ekki við að höfundurinn heimsfrægi hefði sent frá sér smásögu með þessum titli.

Bram Stoker.

Bram Stoker var uppi á árunum 1847-1912 og var fæddur og uppalinn á Írlandi. Hans þekktasta verk er án efa skáldsagan Drakúla sem kom fyrst út 1897 en í henni leikur samnefndur greifi frá Transylvaníu, sem er jafn framt vampíra, stórt hlutverk. Drakúla hefur síðan komið fyrir í fjölmörgum skáldsögum, kvikmyndum, teiknimyndum og annars konar verkum eftir aðra höfunda, í ýmsum myndum.

Bram Stoker skrifaði fjölda annarra verka en ekki var vitað að smásagan Gibbet Hill væri þar á meðal þar til að Brian Cleary rakst á áðurnefnda auglýsingu þar sem minnst var á söguna.

Forviða en um leið feiminn

Cleary þurfti ekki að gera mikla leit til að finna söguna í heild sinni en hún hafði verið birt í þessu sama dagblaði Dublin Daily Express í desember 1890.

Hann segist hafa orðið algjörlega forviða þegar hann fann söguna. Hann hafi helst langað að hrópa:

„Sjáið hvað ég fann.“

Hann hafi hins vegar haldið aftur af sér þar sem hann hafi jú verið á bókasafni en einnig verið svolítið feiminn við að láta vita af uppgötvun sinni þar sem hann hafi verið umkringdur atvinnufræðimönnum en hann sjálfur sé bara áhugamaður.

Cleary las söguna en sagði við sjálfan sig að hann gæti ekki annað en deilt þessari uppgötvun með heimsbyggðinni. Paul Murray sérfræðingur í verkum Bram Stoker staðfesti síðan að sagan væri sannarlega sköpunarverk Stoker.

Sígildur Stoker

Gibbet Hill er sögð vera sígild Stoker saga þar sem hryllingurinn er í fyrirrúmi. Hún gerist á Englandi þar sem þrír útlagar eru hengdir fyrir morð. Þrjú undarleg börn hitta mann nærri gröf hins myrta og líf mannsins breytist í kjölfar helgiathafnar sem framkvæmd er á staðnum.

Gibbet Hill birtist fyrst sjö árum fyrir útgáfu Drakúla. Sagan er sögð geta veitt innsýn inn í þróun Stoker sem höfundar hryllingssagna.

Sagan var lesin upp opinberlega í fyrsta sinn, í síðasta mánuði, á hátíð í Dublin sem tileinkuð er Bram Stoker og í þessum mánuði verður Gibbet Hill gefin út í myndskreyttri útgáfu.

Ágóði af sölu útgáfunnar mun renna í sjóð sem kenndur er við Charlotte Stoker, móður Bram, og styrkir rannsóknir á heyrnarleysi í nýburum. Svo vill einmitt til að Brian Cleary missti heyrn á öðru eyranu og hafði gengist undir kuðungsígræðslu. Í kjölfarið þurfti hann að fara í eftirmeðferð og hafði því meiri tíma til að grúska á Landsbókasafninu í Dublin sem endaði með að hann datt svo sannarlega í lukkupott grúskara.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Norður-kóresku hermennirnir í Rússlandi fengu loks óheftan aðgang að netinu – með fyrirsjáanlegum afleiðingum

Norður-kóresku hermennirnir í Rússlandi fengu loks óheftan aðgang að netinu – með fyrirsjáanlegum afleiðingum
Pressan
Í gær

Þetta ættir þú að þrífa oftar á veturna

Þetta ættir þú að þrífa oftar á veturna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Leitin að þessum einstaka bíl stóð yfir áratugum saman

Leitin að þessum einstaka bíl stóð yfir áratugum saman
Pressan
Fyrir 2 dögum

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ fær að finna fyrir reiði kvenna

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ fær að finna fyrir reiði kvenna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hversu mörgum dýrategundum hafa menn útrýmt?

Hversu mörgum dýrategundum hafa menn útrýmt?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Móðir opnaði fyrir trúði og var myrt – Gerandinn enn ófundinn

Móðir opnaði fyrir trúði og var myrt – Gerandinn enn ófundinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Af hverju roðnum við?

Af hverju roðnum við?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Konur eru líklegri en karlar til að deyja af völdum fylgikvilla eftir hjartaaðgerð

Konur eru líklegri en karlar til að deyja af völdum fylgikvilla eftir hjartaaðgerð