Varasendirinn var síðast notaður 1981 en virkar enn. Sérfræðingar NASA segja að svo virðist sem það hafi slokknað á aðalsendinum þegar villa kom upp í kerfi sem á að verja geimfarið fyrir bilunum. Sem dæmi um virkni þessa varnarkerfis þá slekkur það á kerfum, sem eru ekki nauðsynleg fyrir starfsemi geimfarsins, ef það notar of mikið rafmagn. Þeirra á meðal er sendirinn.
Sérfræðingarnir segja að það geti tekið marga daga eða vikur að koma aðalsendinum aftur í lag.
Samskiptin við geimfarið eru tímafrek því það tekur skilaboð frá jörðinni 23 klukkustundir að berast til þess og það tekur sama tíma fyrir skilaboð frá því að berast aftur til jarðarinnar.