fbpx
Fimmtudagur 26.desember 2024
Pressan

Maðurinn sem reyndi að myrða Ronald Reagan biður fólk að hætta að hvetja sig til að drepa Trump

Pressan
Föstudaginn 8. nóvember 2024 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

John Hinckley Jr. var tónlistarmaður, en líf hans tók aðra stefnu þegar hann reyndi að ráða Ronald Reagan, forseta Bandaríkjanna, af dögum í mars árið 1981. Hinckley notaði byssu til verksins og náði að særa forsetann, sem hafði tekið við embætti tveimur mánuðum áður, og eins særði hann lögreglumann, leyniþjónustumann og upplýsingafulltrúa Hvíta hússins. Upplýsingafulltrúinn sat uppi með örorku eftir banatilræðið sem dró hann til dauða 33 árum síðar.

Undanfarið hafa margir skorað á Hinckley að endurtaka leikinn, hann ætti að bana Donald Trump. Hinckley hefur nú svarað þessum áskorunum. „Ég er maður friðar í dag. Vinsamlegast hættið með allar þessar neikvæðu athugasemdir.“

Margir gætu talið að Hinckley hefði með tilræðinu verið að mótmæla pólitískum áherslum Reagan. Svo var ekki. Hann mun hafa ætlað sér að ganga í augun á leikkonunni Jodie Foster sem hann fékk á heilann eftir að hann sá kvikmyndina Taxi Driver. Kvikmyndin fjallar um andlega veikan leigubílstjóra sem ætlar sér að ráða forsetaframbjóðanda af dögum. Jodie Foster lék 12 ára þolanda mansals, Iris. Myndin kom út árið 1976, en Foster var þá sjálf 14 ára gömul.

Myndin varð til þess að næstu ár komst fátt annað að í huga Hinckley en unga leikkonan. Hann elti hana til Connecticut þar sem hún nam við Yale háskóla og sendi henni ítrekað ástarbréf, ljóð og hringdi í hana og skildi eftir skilaboð til hennar. Þetta virkaði þó ekki til að ná athygli hennar og þá greip Hinckley á það ráð að reyna að bana forsetanum. Þar með yrði hann sögufrægur og verðugur vonbiðill, eða svo hélt hann í veikindum sínum. Fyrst ætlaði hann sér að myrða þáverandi forseta, Jimmy Carter. Honum tókst það þó ekki og eftir að Reagan varð forseti fékk Hinckley nýtt skotmark. Að morgni dags, áður en banatilræðið átti sér stað, skrifaði hann bréf til ungu leikkonunnar:

„Síðustu sjö mánuði hef ég sent þér tylftir ljóa, bréfa og ástarjátninga í veikri von um að þú fengir áhuga á mér. Þó við höfum talað saman í síma nokkrum sinnum þá hef ég ekki haft mig í að nálgast þig í persónu til að kynna mig. Ástæðan fyrir því ég er að reyna þetta núna er sú að ég get ekki beðið lengur með að ganga í augun á þér.“

Hinckley var metinn ósakhæfur og var nauðungavistaður á geðsjúkrahúsi í rúma þrjá áratugi. Þeir andstæðingar Trump sem vilja losna við forsetann hafa reynt að nota veikindi Hinckley gegn honum. „Ég sé hvað þú ert að segja, en viltu vita hvað myndi virkilega ganga í augun á Jodie Foster núna?,“ skrifar einn. „Veistu hvað Jodie Foster þætti MIKIÐ þarfaverk núna?,“ skrifaði annar. Flestir netverjar sendu Hinckley þó stuðning og fordæmdu hina sem freistuðu þess að espa upp andlega veikan mann. Hinckley hafi gengið í gegnum mikið á ævi sinni og sé að auki undir stöðugu eftirliti. Hann eigi rétt á því að lifa í friði.

Bandaríska leyniþjónustan segist meðvituð um þessa umræðu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Þess vegna áttu að setja skó í peningaskápinn á hótelinu

Þess vegna áttu að setja skó í peningaskápinn á hótelinu
Pressan
Í gær

Rússar fagna jóladagsárásunum sem forseti Úkraínu kallar ómannúðlegar

Rússar fagna jóladagsárásunum sem forseti Úkraínu kallar ómannúðlegar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hún virtist eiga hið fullkomna líf – Sannleikurinn kom í ljós eftir að eiginmaður hennar fannst látinn

Hún virtist eiga hið fullkomna líf – Sannleikurinn kom í ljós eftir að eiginmaður hennar fannst látinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Jólasnjórinn kominn til Tenerife

Jólasnjórinn kominn til Tenerife