fbpx
Fimmtudagur 26.desember 2024
Pressan

Karen hvarf eftir hrekkjavökupartý og fannst látin vikum seinna – Eiginmaðurinn ákærður eftir 11 ár

Pressan
Fimmtudaginn 7. nóvember 2024 22:00

David og Karen þegar allt lék í lyndi

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árið 2011 hvarf Karen Swift morguninn eftir hrekkjavökuveislu. Þrettán árum síðan er mál hennar enn óleyst.Eiginmaður Karenar, David Swift, sem hún hafði nýlega sótt um skilnað frá, vaknaði morguninn 30. október 2011 á heimili þeirra í Tennessee og uppgötvaði að Karen var horfin. Þegar leit að henni hófst fannst bíll hennar yfirgefinn og tveir mölbrotnir farsímar. Sex vikur liðu þar til lík Karenar fannst falið undir vínviðarflækju nálægt kirkjugarði.

Vinir Karenar, fjölskylda hennar og íbúar í nágrenni hennar í Dyersburg voru staðráðnir í að afhjúpa sannleikann um hvað gerðist kvöldið sem Karen hvarf.

„Á endanum vil ég vita sannleikann um fjölskyldu mína,“ sagði Ashley Swift, dóttir Karenar. „Og ég veit að mamma myndi vilja að ég héldi áfram að berjast fyrir hana.“

Mæðgurnar Karen og Ashley

Hver var Karen Swift?

Karen Swift var 44 ára þegar hún hvarf. Á þeim tíma bjó hún í Dyersburg í Tennessee, með eiginmanni sínum David og fjórum börnum þeirra.  Þann 1. nóvember síðastliðinn í þættinum Dateline var fjallað um hvarf hennar og þar kom fram að hjónin höfðu bæði verið ótrú í hjónabandinu. Sögusagnir voru einnig um að Karen tilheyrði swingers hópi sem gekk undir nafninu Pink Poodle Club. Þegar Karen hvarf 30. október 2011 hafði hún sótt um skilnað þremur vikum áður og einnig hafnað boði Davids um að borða saman kvöldið áður.

Henni var síðar lýst sem skemmtilegustu manneskjunni hvar sem hún mætti, en vinir Karenar rifja upp að hegðun hennar hafi breyst nokkru fyrir morðið, þar á meðal fór hún að hanga með nýjum vinahópi og drekka meira.

Dóttir hennar, Ashley, sagði við Dateline að þrátt fyrir að mamma hennar hafi verið til staðar á meðan hún var að alast upp hafi hún á þessu tímabili verið sífellt oftar að heiman á kvöldin,

„Ég man eftir kvöldum þar sem ég grátbað hana að fara ekki, ég vildi ekki að hún færi út og vildi bara að hún yrði heima hjá okkur.“ En Karen fór samt út, sem Ashley segir hafa verið ólíkt fyrri hegðun móður sinnar.

Hvað varð um Karen Swift?

Kvöldið 29. október 2011 fór Swift í hrekkjavökupartý. Hún fékk símtal frá Ashley seint um kvöldið sem bað hana að sækja hana hjá vini sínum og sofnaði Swift við hlið dóttur sinnar þegar þær komu heim. Morguninn eftir var Karen saknað, en bíll hennar fannst yfirgefinn af tveimur veiðimönnum í vegkanti í dreifbýlinu, auk tveggja bilaðra farsíma nálægt húsi nágranna. Sex vikum síðar fannst lík Swift nálægt kirkjugarði á svæðinu og krufning leiddi í ljós að hún hafði orðið fyrir áverka á höfði. Krufning leiddi í ljós að Swift var höfuðkúpubrotin.

Saksóknarar telja að David hafi flutt dótturina Ashley inn í annað herbergi, og síðan dregið Karen úr svefnherberginu í bílskúrinn þar sem hann hafi myrt hana með því að trampa trampað harkalega á höfði hennar. Síðan telja þeir að hann hafi sett Karen inn í bíl, keyrt að kirkjugarðinum þar sem hann faldi lík hennar og lét síðan líta út sem henni hefði verið rænt.

Davíð kom síðan til yfirvalda dagana á eftir og lýsti yfir áhuga á að hjálpa þeim í leitinni að konu sinni með hvaða hætti sem hann gæti. Hann var á hækjum þegar hann kom á lögreglustöðina, þar sem hann hafði slasast aftur á hné eftir aðgerð á því nokkrum mánuðum áður.

Verjandi Davið hélt því hins vegar fram að engar vísbendingar væru um að morð hafi verið framið í bílskúrnum eða að Davíð hafi yfirgefið húsið um nóttina. Ashley bar vitni um að það væri móðir hennar sem flutti hana inn í hitt herbergið og sjúkraþjálfari Davids sagði að hann hefði átt erfitt með að ganga eða lyfta einhverri þyngd.

Saksóknarar telja að hann hafi verið að ljúga um meiðslin í þeim tilgangi að sýna að það væri ekki möguleiki að hann bæri ábyrgð á morðinu.

Drap David eiginkonu sína?

Málið um morðið á Karen leystist ekki og varð að svokölluðu Cold Case allt þar til 8. ágúst 2022, þegar David var ákærður fyrir morð að yfirlögðu ráði, hann neitaði sök. Margir voru agndofa yfir þessum fréttum, þar á meðal Ashley. „Af hverju núna? Hvers vegna, eftir öll þessi ár, er þetta að gerast?“

Jeff Box, sýslumaður Dyer-sýslu sagði að morðið á Karen hefði verið í stöðugri rannsókn, þó langan tíma hafi tekið að ákæra í málinu. „Við höfum bókstaflega eytt þúsundum klukkustunda í þetta mál og mikið af þeim tíma fór í að eyða röngum upplýsingum og sögusögnum. Rannsóknarmenn okkar gáfust aldrei upp og héldu bara áfram að fara í gegnum sönnunargögnin.“

Réttarhöld yfir Davíð hófust í maí 2024 og hann hélt fram sakleysi sínu allan tímann. „Ég hef aldrei lagt hendur á aðra manneskju. Og ég myndi svo sannarlega ekki gera það við konuna mína eða móður barna minna … Það er bara ekki ég.“

Í júní 2024 var Davíð sýknaður af morði af fyrstu gráðu að yfirlögðu ráði og morð af annarri gráðu. Hins vegar komst kviðdómur ekki komist að niðurstöðu um manndráp af gáleysi, sem leiddi til þess að réttarhöldin voru ógild.

Hvar er David núna?

Frá því að réttarhöldin fóru fram í júní 2024 hafa fleiri vísbendingar komið fram, þar á meðal vitnisburður fyrrum eiginkonu Davids, Kelly Essman, sem segist að hann hafi eltihrellt hana. Kynntust þau David stefnumótasíðu þremur árum eftir dauða Karenar og giftu sig í maí 2016.

Nýlega lagði lögfræðiteymi Davids fram kröfu um að vísa frá máli Karenar, sem áfrýjunardómstóll Tennessee hafnaði í október 2024. Ákæran um manndráp af gáleysi, sem hann neitað sök í, verður tekin fyrir í nýju dómsmáli.

David situr enn á bak við lás og slá og bíður réttarhalda vegna ákæru um manndráp af gáleysi í máli Karenar, á meðan hann á einnig yfir höfði sér ákæru fyrir að hafa eltihrellt fyrrum eiginkonuna Kelly Essman

Ashley segist vilja réttlæti fyrir móður sína, en hún vilji líka fá föður sinn heim, í leit að „venjulegu lífi“.

Á meðan eru vinir Karenar ekki vissir um hverju þeir trúa lengur. „Ég veit ekki hvort David drap hana,“ sagði einn vinur Karenar við Dateline. „Ég vil réttlæti fyrir hana, en ég veit ekki hvort það mun nokkurn tíma fást.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 20 klukkutímum

Með þessu getur þú gert morgnana þína enn betri

Með þessu getur þú gert morgnana þína enn betri
Pressan
Fyrir 21 klukkutímum

„Ódýr“ jólagjöf foreldranna til barnanna sló svo sannarlega í gegn

„Ódýr“ jólagjöf foreldranna til barnanna sló svo sannarlega í gegn
Pressan
Fyrir 22 klukkutímum

Þess vegna á ekki að skræla kartöflur áður en þær eru soðnar eða bakaðar

Þess vegna á ekki að skræla kartöflur áður en þær eru soðnar eða bakaðar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hér á aldrei að hafa jólatréð – Fallegasti staðurinn getur verið sá hættulegasti

Hér á aldrei að hafa jólatréð – Fallegasti staðurinn getur verið sá hættulegasti
Pressan
Fyrir 3 dögum

Albatrosinn Wisdom er 74 ára og nýbúin að finna sér nýja maka og verpa enn einu sinni

Albatrosinn Wisdom er 74 ára og nýbúin að finna sér nýja maka og verpa enn einu sinni