Hjónin, hin 83 ára Margareta og hinn 80 ára Per Inge, fóru til sveppatínslu en þegar þau skiluðu sér ekki aftur heim var farið að leita að þeim.
Þau fundust á laugardaginn en þá voru rúmlega 100 manns við leit í skóginum.
Kurt Marklund, talsmaður lögreglunnar, sagði að ekki sé talið að andlát þeirra hafi borið að með saknæmum hætti, heldur hafi verið um slys að ræða.
Í samtali við Sænska ríkisútvarpið sagði hann að líkin hafi fundist í brekku nærri bíl þeirra og að líklega hafi þau dottið niður hana og látist.
Lögreglan taldi í fyrstu ekki útilokað að hjónunum hefði verið rænt en svo reyndist ekki vera.