Lögreglan hefur lítið látið uppi um málið síðan en fyrir helgi sendi hún frá sér fréttatilkynningu þar sem segir að nú hafi ákæra verið gefin út á hendur manninum fyrir að framleiða og vera með mjög hættulegt sprengiefni í fórum sínum. Það nefnist TATP en er oft kallað „Amma djöfulsins“.
Maðurinn er ákærður fyrir að hafa verið með eitt kíló af TATP í fórum sínum þegar hann kom á flugvöllinn í Billund. Þessu utan er hann ákærður fyrir að hafa notað „ekki minna en tvö kíló af sprengiefni“ til að sprengja hraðbanka við Legoland aðfaranótt þessa sama dags. Honum tókst þó ekki að komast yfir peninga.
TATP er mjög vinsælt meðal hryðjuverkamanna því það er mjög auðvelt að búa það til. Viðurnefnið „Amma djöfulsins“ er tilkomið vegna þess hversu óstöðugt efnið er. TATP var meðal annars notað í hryðjuverkaárásunum í Lundúnum 2005.