fbpx
Fimmtudagur 26.desember 2024
Pressan

Trump gáttaður á auglýsingum sem er beint til kvenna – „Hefurðu heyrt annað eins?“

Pressan
Mánudaginn 4. nóvember 2024 12:13

Trump fer mikinn í aðdraganda valdaskiptanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump, forsetaframbjóðandi, furðaði sig á auglýsingaherferð demókrata þar sem konur eru minntar á að þær geti kosið samkvæmt eigin sannfæringu án þess að láta eiginmenn sína vita. Trump kvartað undan auglýsingunni í samtali við Fox fréttastofuna um helgina.

„Eiginkonur og eiginmenn, ég held þau virki ekki svona. Ég meina getur þú ímyndað þér að eiginkona segi manninum sínum ekki hvern hún ætlar að kjósa? Hefurðu heyrt annað eins? Jafnvel þó þið ættuð í hræðilegu sambandi þá myndir þú samt segja manninum þínum.“

Trump sagðist vonsvikin yfir því að leikkonan Julia Roberts hafi tekið þátt í auglýsingunni. Leikkonan talar inn á auglýsinguna og minnir konur á að þær mega kjósa eins og þeim sýnist og enginn þurfi nokkurn tímann að vita hvað þær kusu.

„Hún á eftir að líta til baka og fá aulahroll. Þetta segir samt ekkert um hennar samband, ég er viss um að hún á æðislegt samband“

Samkvæmt nýlegri könnun YouGov ætla 1 af hverjum 8 konum að kjósa á skjöni við maka sinn í leyni. Þessi staðreynd sem og auglýsingaherferðin áðurnefnda fara fyrir brjóstið á repúblikönum. Fréttamaðurinn Jesse Watters undirstrikaði óvart tilgang auglýsingaherferðarinnar þegar hann sagði á Fox að ef kona kýs annan frambjóðanda en eiginmaður hennar, þá sé það ígildi þess að halda framhjá. Netverjar voru þó fljótir að kalla Watters á teppið fyrir þessi ummæli, enda gekkst hann sjálfur við því árið 2018 að hafa verið eiginkonu sinni ótrúr.

Fyrrum forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, Newt Gingrich, hefur líka gagnrýnt auglýsingaherferðina. Hann sagði við Fox að demókratar séu í raun að hvetja konur til að ljúga að mökum sínum. „Hvers konar siðlaust, spillt og sjúkt kerfi hafa demókratar búið til?“

Trump vakti athygli á dögunum þegar hann sagðist ætla að vernda konur, hvort sem þeim líki það betur eða verr, en mörgum þóttu þessi orð benda til þess að hann ætli sér að þrengja að réttindum kvenna undir því yfirskini að hann viti betur en þær og að hann sé að gera það til að vernda þær.

Stuðningsmenn Trump hafa jafnvel lýst því yfir að þeir ætli að fylgja konum sínum inn í kjörklefann til að tryggja að þær kjósi rétt, það er að sjálfsögðu ólöglegt en hefur þó vakið spurningar um utankjörfundaratkvæði sem eru póstlögð. Þar tryggir ekkert að konur hafi frjálsræði frá mökum sínum um hvert atkvæði þeirra fer. Að sama bragði er farin að stað bylgja á TikTok þar sem konur tilkynna hátíðlega að þær ætli að mæta á kjörstað til að kjósa Kamala Harris til að jafna út atkvæði eiginmanna sinna eða foreldra til Trump.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 14 klukkutímum

Þess vegna er góð hugmynd að borða banana áður en farið er að sofa

Þess vegna er góð hugmynd að borða banana áður en farið er að sofa
Pressan
Fyrir 17 klukkutímum

Hann átti bara 20 dollara en keypti jólagjöf handa mömmu sinni fyrir 80 dollara – Svona tókst honum það

Hann átti bara 20 dollara en keypti jólagjöf handa mömmu sinni fyrir 80 dollara – Svona tókst honum það
Pressan
Í gær

Þess vegna áttu að setja skó í peningaskápinn á hótelinu

Þess vegna áttu að setja skó í peningaskápinn á hótelinu
Pressan
Í gær

Rússar fagna jóladagsárásunum sem forseti Úkraínu kallar ómannúðlegar

Rússar fagna jóladagsárásunum sem forseti Úkraínu kallar ómannúðlegar