Karl er einnig hættur að greiða fyrir öryggisgæslu Andrésar, sem kostar að minnsta kosti eina milljón punda á ári, og fyrir rekstur 30 herbergja húss Andrésar í Windsor.
„Hertoginn er ekki lengur fjárhagsleg byrði á konungnum,“ hefur Daily Mail eftir heimildarmanni.
Andrés var lengi sagður vera „uppáhaldssonur“ Elísabetar II. Hann hætti að vera í framlínu konungsfjölskyldunnar 2019 eftir hörmulegt viðtal í fréttaþættinum Newsnight þar sem rætt var um samband hans við bandaríska barnaníðinginn Jeffrey Epstein.
Þess utan var Andrés sakaður um að hafa misnotað hina 17 ára Virginia Giuffre kynferðislega í Lundúnum árið 2001. Hún var seld mansali af fyrrgreindum Epstein. Andrés gerði sátt við Giuffre fyrir tveimur árum en í sáttinni fólst að hann viðurkenndi að hún væri fórnarlamb misnotkunar en hann játaði ekki sök og hefur raunar alltaf neitað ásökununum frá Giuffre.