Sky News segir að 16 ára piltur, sem var með Holly, hafi reynt að koma henni til aðstoðar en hafi einnig verið stunginn og særðist hann á öxl, handlegg og mjöð og þurfti að gangast undir aðgerð.
Fyrir dómi sögðu saksóknarar að Logan hafi verið „öfundsjúkur“ af því að Holly var að slá sér upp með öðrum pilti. Einnig kom fram að Holly hafði sagt vini sínum að Logan hafi „í raun ofsótt hana“.
Við dómsuppkvaðninguna sagði dómarinn að Logan hafi tekið ákvörðun um að stinga 15 ára stúlku til bana, með hnífi sem hann bar ólöglega á sér á almannafæri, eftir að hafa elt hana um bæinn í um klukkustund. Allt af því að það hafði slitnað upp úr sambandi þeirra.
Logan, sem er einhverfur og með lága greindarvísitölu, neitaði að hafa myrt Holly en játaði að hafa banað henni. Hann bar við minnisleysi og sagðist ekki muna eftir að hafa stungið Holly og vin hennar. Hann sagðist hafa ætlað að skaða sjálfan sig.