Nature skýrir frá þessu og segir að árásirnar hafi hafist 2022 og séu nú orðnar árlegur viðburður. Flestir hljóta minniháttar bit en nokkrir hafa beinbrotnað í árásum dýrsins.
Á grunni ljósmynda og myndband telja vísindamenn að graður og einmana höfrungur hafi verið að verki.
Tadamichi Morisaka, prófessor við Mie háskólann, sagði að höfrungurinn birtist við strendurnar og bíti fólk ef það er í sjónum, síðan syndi hann í burtu en komi aftur og endurtaki leikinn. Það sé eins og hann sé að leita eftir einhverskonar samskiptum við fólk.
Höfrungar bíta hvern annan blíðlega í félagslegum samskiptum sínum og sagði Morisaka að dýrði telji sig hugsanlega eiga í vinsamlegum samskiptum við fólk. Ef hann vildi ráðast á fólk af alvöru myndi hann gera það af fullum krafti en hann bíti blíðlega, miðað við höfrunga, og því sé líklega um vinatilburði að ræða af hans hálfu.