fbpx
Fimmtudagur 03.apríl 2025
Pressan

Sarah var myrt eftir óhugnanlega Facebook-færslu sína – Hver var hinn seki?

Pressan
Laugardaginn 2. nóvember 2024 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Að morgni 9. júlí 2012 lagði svartan reyk um himininn fyrir ofan Upperville í Virginíufylki, þegar eldur kom upp í litlu sumarhúsi sem fljótt varð alelda. Slökkviliðsmenn sem flýttu sér á vettvang urðu fyrir áfalli þegar þeir fundu lík konu í svefnherbergi bústaðarins. Enn meira átakanlegt var að konan lést ekki af völdum eldsvoðans heldur af skotsári.

Morðið á konunni sem fannst í sumarbústaðnum, Sarah Libbey Greenhalgh, 48 ára, olli miklum óhugnaði meðal íbúa í þessum kyrrláta bæ, sem og meðal vinnufélaga hennar á dagblaðinu The Winchester Star, þar sem hún starfaði sem blaðamaður, og fjölskyldu hennar. 

Morðið á Greenhalgh er í brennidepli í nýjasta þætti People Magazine Investigates. Þátturinn ber heitið A Story to Die For og segir frá því sem gerðist áður en hin hæfileikaríka Greenhalgh, sem starfaði einnig sem ljósmyndari fannst látin, og jafnfram þeim mánuðum og árum sem fylgdu þegar lögreglan reyndi að komast að því hver myrti Greenhalgh.

Þegar móðir Greenhalgh, Sara Lee Greenhalgh, 95 ára, frétti að dóttir hennar hefði verið myrt gat hún ekki trúað því. „Það er bara næstum ómögulegt að hugsa sér að þetta hafi gerst. Ég get bara ekki skilið að Sarah hafi verið myrt. Hver myndi gera svona?“

Fógetaskrifstofa Fauquier-sýslu leitaði að vísbendingum um hver hefði viljað myrða Greenhalgh.

„Ein stærsta vísbendingin í þessu máli kom frá Söru sjálfri,“ segir K.C. Baker. „Þar er um að ræða Facebook-færslu sem hún skrifaði nokkrum klukkustundum fyrir andlát sitt.“ 

James Hartman, sem starfaði þá sem lögreglustjóri Fauquier-sýslu og er nú kominn á eftirlaun segir að Greenhalgh hafi síðast birt færslu á samfélagsmiðlum um klukkan 23 kvöldið áður en hún fannst látin um áttaleytið næsta morgun. „Sunnudagskvöld til mánudagsmorguns þrengir tímarammann til að ákvarða hvenær morðið var framið.“ 

Sagði frá brjáluðum strák“ 

Fyrrum samstarfsmaður Greenhalgh, blaðamaðurinn Melissa Boughton, segir í þættinum að færslan hafið verið frekar óhugnanleg.

„Ég ætla að sofa með gluggann opinn. Ef þessi brjálaði strákur myndi bara láta mig í friði þá gæti ég fengið kærkomna hvíld því á morgun er mánudagur og nóg að gera í vinnunni,“ skrifaði Greenhalgh í færslu sinni. 

„Færslan var, svo við vitum, það síðasta sem Sarah skrifaði,“ segir Boughton. Og Hartman bætir við:  „Þessi færsla var mjög lýsandi. Og gaf tilefni til að vera áhyggjufull. Svo augljóslega vildum við vita hver brjálaður strákur er.“ 

„Strákurinn“  reyndist vera John Kearns, þá fimmtugur, yfirbyggingarstarfsmaður, sem var í sambandi með Greenhalgh á þeim tíma sem hún lést. Vitni sagðist hafa réð þau rífast kvöldinu áður.

Í yfirlýsingu sýslumannsembættisins í Fauquier-sýslu er Kearns sagður mögulega bera ábygð á dauða Greenhalgh, en Kearns var með mikla áverka á hnúum sem hann sagðist hafa fengið frá bardagaíþróttaþjálfun. Í yfirlýsingunni er því haldið fram að Kearns hafi eytt tölvupóstum til og frá Greenhalgh. En engar vísbendingar um íkveikju eða átök sem Greenhalgh er talin hafa átt í fyrir hörmulegan dauða hennar fundust á Kearns sjálfum eða í jeppa hans. Kearns hefur ekki verið ákærður í málinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Lögregla birtir myndir úr hryllingshúsinu í Connecticut – Hélt stjúpsyni sínum föngnum í 20 ár

Lögregla birtir myndir úr hryllingshúsinu í Connecticut – Hélt stjúpsyni sínum föngnum í 20 ár
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Elon Musk reynir að múta kjósendum og kvartar undan gagnrýni í sinn garð – „Hver gleðst yfir svona?“

Elon Musk reynir að múta kjósendum og kvartar undan gagnrýni í sinn garð – „Hver gleðst yfir svona?“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Telja að lík Émile litla hafi verið geymt í frosti

Telja að lík Émile litla hafi verið geymt í frosti
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ný rannsókn – Erfðir skipta meira máli en það sem þú borðar

Ný rannsókn – Erfðir skipta meira máli en það sem þú borðar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hversu oft á að skipta á rúminu?

Hversu oft á að skipta á rúminu?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakamál: Brúðkaupsafmælið breyttist í martröð

Sakamál: Brúðkaupsafmælið breyttist í martröð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Á að búa um rúmið á hverjum morgni?

Á að búa um rúmið á hverjum morgni?