Það eru 50 ár liðin síðan eitt alræmdasta hrekkjavökuglæpamál í sögu Bandaríkjanna átti sér stað. Málið vakti mikinn óhug í íbúahverfi í Texas og hefur æ síðan vakið ótta meðal þeirra sem ganga þar um og falast eftir gotti eða grikk (e. Trick or Treat) á hrekkjavökunni.
Ronald Clark O’Bryan, kirkjudjákni, sem bjó með fjölskyldu sinni í Deer Park úthverfinu í Houston í Texas, var fundinn sekur um að hafa sett kalíumsýaníð í duftnammi, með þeim ásetningi að drepa tvö ung börn sín, soninn Timothy, átta ára, og dótturina Elizabeth, fimm ára.
Timothy var eina barnið sem borðaði nammið og lést hann í kjölfarið.
Vegna þess að O´Bryan setti eitrið í margar túbur af nammi, þá náði hann næstum því einnig að drepa dóttur sína og þrjú önnur börn. Fékk O´Bryan viðurnefnið The Candy Man.
O’Bryan var tekinn af lífi áratug síðar. En sagan af glæpum hans vekur enn hroll meðal fólks á hrekkjavökutímabilinu.
Á hrekkjavökukvöldinu árið 1974 skar O’Bryan upp fimm 21 tommu Pixy Stix sælgætisrör og skipti efsta laginu út fyrir blásýru áður en hann gaf tveimur börnum sínum og þremur vinum þeirra nammið sem þau voru að sníkja í hverfi fjölskyldunnar.
O’Bryan hjálpaði syni sínum Timothy að opna sælgætisrörið og ungi drengurinn kvartaði yfir því að nammið væri beiskt á bragðið. Djákninn náði í glas af Kool-Aid fyrir soninn til að hann losnaði við beiskt bragðið og bjó svo um son sinn í rúmi hans. Timothy byrjaði strax að kasta upp og fékk síðan krampaköst, klukkustundu síðar var hann látinn.
Hin fjögur börnin, þar á meðal Elizabeth dóttir O’Bryan, borðuðu ekki nammið og lifðu þannig af hugsanlega eitrunartilraun.
Árið 1975 á meðan á réttarhöldunum yfir O´Bryan stóð greindi United Press International (UPI) frá því að saksóknarar sögðu hvatann vera 31 dala líftryggingu sem hann hafði tekið út fyrir börn sín.
Vic Driscoll, einn saksóknara málsins, sagði kviðdómi að djákninn hefði slæmt orðspor á fyrir sannleika og sannleiksgildi. „Allt líf hans hefur verið lygi. Hann hefur notað kirkjuna sína. Hann hefur notað vini sína. Hann hefur notað samfélag sitt og fjölskyldu sína. Og það versta af öllu, hann hefur notað son sinn, hann fórnaði syni sínum á altari græðginnar.“
Kviðdómurinn var innan við klukkustund að finna O’Bryan sekan um það sem þá glæpi sem hann var ákærður fyrir. Dæmdi dómari í kjölfarið að hann skyldi tekinn af lífi.
O’Bryan hélt fram sakleysi sínu í gegnum réttarhöldin og það sem eftir lifði ævi hans. Hélt hann því fram í upphafi við lögreglu að hann hefði fengið eitraða nammið frá ókunnugum manni meðan O´Bryan gekk með börnum sínum að sníkja nammi.
Rétt áður en hann var tekinn af lífi í mars 1984 virtist O’Bryan rólegur og hélt hann lokaræðu þar sem hann sagði að rangt væri að aftaka hans færi fram.
Fyrir utan bygginguna þar sem O’Bryan var tekinn af lífi söfnuðust um 300 manns saman. Talsmenn þess að aftaka O’Bryan færi fram sungu „Trick-or-treat! og hentu sælgæti í þá sem mótmæltu dauðarefsingum.
„Það er ótrúlegt hversu mikið var fjallað um réttarhöldin í fjölmiðlum,“ sagði Mike Hinton, annar héraðssaksóknari í málinu áratugum seinna. Jafnvel í dag er enn talað um þetta dómsmál, ég held að það hafi breytt hrekkjavökunni.“