fbpx
Föstudagur 01.nóvember 2024
Pressan

Faldi nýfætt barn sitt í morgunkornskassa – Dæmd í ævilangt fangelsi

Pressan
Föstudaginn 1. nóvember 2024 07:00

Jia Xin Teo

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar Jia Xin Teo varð ljóst að hún var barnshafandi ákvað hún að leyna því fyrir öllum. Hún eignaðist stúlku þann 4. mars síðastliðinn eftir að hafa gengið níu mánuði með hana. Teo, sem er 22 ára, setti stúlkuna í morgunkornskassa, setti hann í plastpoka og síðan í ferðatösku.

Sky News segir að lögreglan hafi komist á snoðir um barneignina eftir að Teo leitaði á sjúkrahús þar sem starfsfólk sá að hún bar þess merki að hafa eignast barn nýlega. Hún þvertók fyrir það. Lögreglan fann barnið tveimur dögum eftir fæðingu í húsi við Raglan Strett í Coventry á Englandi en þar býr Teo nú en hún er frá Malasíu en flutti til Coventry til að stunda nám.

Dómstóll í Warwick fann hana seka um morð í síðustu viku og dæmdi hana í ævilangt fangelsi.

Teo neitaði að hafa gerst sek um morð en játaði að hafa óttast viðbrögð fjölskyldu sinnar í Malasíu ef hún eignaðist barn. Hún sagðist einnig hafa haft áhyggjur af að barneignin myndi hafa áhrif á nám hennar í Coventry.

Hún sagðist einnig hafa heyrt raddir sem sögðu henni að drepa barnið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hent úr pallborði CNN fyrir yfirgengilega hótun í beinni útsendingu – Fær aldrei að koma aftur í viðtal

Hent úr pallborði CNN fyrir yfirgengilega hótun í beinni útsendingu – Fær aldrei að koma aftur í viðtal
Pressan
Fyrir 3 dögum

Starfsfólk sjúkrahúss horfði á unga konu deyja – Héldu að hún væri sofandi

Starfsfólk sjúkrahúss horfði á unga konu deyja – Héldu að hún væri sofandi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hættulegt að vera vísindamaður í Rússlandi um þessar mundir

Hættulegt að vera vísindamaður í Rússlandi um þessar mundir
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Ferðatöskumorðinginn“ sakfelld

„Ferðatöskumorðinginn“ sakfelld